Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir og Ragnheiður Matthíasdóttir – 28. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins eru tveir: Ragnheiður Matthíasdóttir og Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir. Ragnheiður er fædd 28. janúar 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í GSS.   Komast má á facebook síðu Ragnheiðar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Ragnheiður Matthíasdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Dagbjört Hanna er fædd 28. janúar 1960 og á 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Dagbjartar Hönnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2020 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Rachel Drummond (2/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða kynntar. Dansað var úr röðinni og hefir 1 stúlkan sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt. Þær sem eru í sætum 21-65 hljóta spilarétt, mismikinn þó, á LET Access mótaröðinni og þær sem eru ofarlega komast stundum í LET mót. Stúlkurnar 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn eftir 2. niðurskurð voru Emelie Borggren frá Svíþjóð; hin enska Rochelle Morris, Annelle Carnet frá Frakklandi, Isabelle Johansson frá Svíþjóð, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2020 | 10:00

DeChambeau fékk viðvörun f. hægan leik

Bryson DeChambeau fékk viðvörun á 10. holu lokahrings á móti sl. viku á Evróputúrnum, Omega Dubaí Desert Classic fyrir hægan leik „var settur á klukkuna“ eins og sagt er. Þá var hann á samtals 8 undir pari og 9 undir pari hefði dugað til þess að komast í bráðabana við þann, sem síðan sigraði í mótinu, Frakkann Lucas Herbert. Leikur DeChambeau, sem átti titil að verja í mótinu, hrundi eftir að hafa fengið viðvörunina. Fyrstu 3 hringina lék hann á 70 67 70 … en lokahringinn á 76 höggum; heilum 6 höggum verr en verri 2 hringirnir hans, sem hann lék á 70 Ekki er ólíklegt að það að hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2020 | 08:00

LET: Aldrei meira verðlaunafé í mótum LET

Í fyrsta sinn í sögu LET munu keppendur á mótaröðinni spila um verðlaunafé sem er samtals næstum €18 milljónir (þ.e. 2466 milljónir íslenskra króna eða tæpur 2,5 milljarður íslenskra króna) árið 2020. Þetta er hækkun  €4.5 milljónir (þ.e. 616.5 milljónir íslenskra króna) frá árinu 2019. Á LET dagskránni eru 24 mót, þar af 15 í Evrópu og þar að auki eru síðan Ólympíuleikarnir í Tókýó Japan, þar sem golfið er keppnisgrein. Mót utan Evrópu eru haldin í 9 löndum og fara þau fram í Ástralíu (2 mót), Dúbaí, Indlandi, Japan, Kenýa, Marokkó, Sádí-Arabíu, Suður-Afríku og Thaílandi. Þar sem Guðrún Brá er í flokki 8a kemst hún í flest af þessum 24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2020 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (1/65)

Hér á næstu mánuðum verða kynntar þær 65 stúlkur sem léku lokahringinn á lokaúrtökumóti LET, á Suðurvelli La Manga golfstaðarins í Murcia á Spáni. Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu, sem fram fór dagana 22.-26. janúar 2020 með því að SMELLA HÉR: Aðeins 20 efstu hlutu keppnisrétt á LET mótaröðinni; efstu 5 fóru í flokk 5c og fá fullan spilarétt á LET; næstu 15 spila í flestöllum mótum LET og eru í flokk 8a. Þær sem voru í 21-65 sæti (að þessu sinni) fá spilarétt á LET Access og þær sem eru í efstu sætunum fá jafnvel takmarkaðan þátttökurétt á LET mótum. Þær eru í flokki 9b. Venjan á undanförnum árum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bryce Moulder og Mike Hill. Mike Hill er fæddur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 81 ára afmæli í dag. . Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Bryce Wade Moulder er fæddur 27. janúar 1979 í Harrison, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 23:30

Úrtökumót f. LET 2020: 20 hlutu keppnisrétt á LET

Tuttugu stúlkur tryggðu sér keppnisrétt á bestu kvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (skammst.: LET) keppnistímabilið 2020, í gær, 26. janúar 2020.  Þeirra á meðal varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Fimm efstu af þessum 20 komust í flokk 5c og hljóta því þátttökurétt í öllum mótum LET 2020. Þetta eru sigurvegarinn Amy Boulden frá Wales; Magdalena Simmermacher frá Argentínu, sem varð í 2. sæti; Alison Muirhead frá Skotlandi (3. sæti); Kim Metraux frá Sviss (4. sæti) og enski kylfingurinn Alice Hewson (5. sæti). Sigurvegari mótsins, Amy Boulden 26 ára, frá Llandudno í Wales  er reynslubolti og langt frá því að vera „ný“ á LET. Hún var valin nýliði ársins á LET fyrir 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 23:00

PGA: Leishman sigraði á FIO

Það var Marc Leishman frá Ástralíu, sem sigraði á Farmers Insurance Open (FIO). Sigurskor Leishman var 15 undir pari, 273 högg (68 72 68 65). Í 2. sæti varð spænski kylfingurinn Jon Rahm, 1 höggi á eftir Leishman. Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 22:01

Úrtökumót f. LET 2020: Myndir af Guðrúnu Brá

Á vefsíðu LET er mappa með 488 myndum af þeim 120 þátttakanda, sem spilaði í lokaúrtökumóti LET, dagana 22.-25. janúar 2020 og síðan þeim 60, sem komust áfram og spiluðu lokahringinn í gær, 26. janúar 2020, á La Manga golfstaðnum á Spáni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á stórt hlutfall af þeim myndum eða 14 talsins. Sjá má myndir af henni á lokaúrtökumótinu, teknar af hirðljósmyndara LET, Tristan Jones, hér að neðan: Hér má sjá myndir af 2. hring lokaúrtökumótsins: Myndir af 3. degi lokaúrtökumótsins: Myndir af 4. degi úrtökumótsins: Myndir af 5. degi úrtökumótsins: Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá ásamt föður sínum Björgvini Sigurbergssyni þegar kortið og keppnisréttur á LET 2020 var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 22:00

LPGA: Sagström sigraði á Gainbridge mótinu

Sænski kylfingurinn Madelene Sagström sigraði á Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu. Sigurskor Sagström var 17 undir pari, 271 högg (72 – 62 – 67 – 70). Fyrir sigurinn í mótinu, sem er fyrsti sigur Sagström á LPGA móti hlaut hún $300.000 (u.þ.b. 37 milljónir íslenskra króna). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sagström með því að SMELLA HÉR:  Nasa Hataoka frá Japan varð í 2. sæti og er þetta í 2. skiptið í röð sem hún landar 2. sætinu á LPGA-móti. Sjá má lokastöðuna á Gainbridge mótinu með því að SMELLA HÉR: