Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: G-Mac sigraði

Það var írski kylfingurinn Graeme McDowell sem sigraði í fyrsta sinn í 6 ár á móti vikunnar á Evróputúrnum, þ.e. Saudi International. Sigurskor McDowell (eða G-Mac eins og hann er oft nefndur) var 12 undir pari, 268 högg (64 68 66 70). Hann átti 2 högg á Dustin Johnson, sem hafnaði í 2. sæti. Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut G-Mac €529337.57 (eða 74 milljónir íslenskra króna). Sjá má lokastöðuna á Saudi International með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 4. dags á Saudi International með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arron M Oberholser – 2. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Arron Matthew Oberholser. Oberholser fæddist 2. febrúar 1975 í San Luis Obispo, Kaliforníu og á því 45 ára afmæli. Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með lið San Jose State University. Oberholser gerðist atvinnumaður í golfi 1998 og dró sig í hlé 2013. Á ferli sínum sigraði hann í 6 mótum þ.á.m 1 á PGA Tour þ.e. AT&T Pebble Beach National Pro-Am, 12. febrúar 2006 – átti 5 högg á Rory Sabbatini. Besti árangur Oberholser í risamótum var T-4 árangur á PGA Championship 2007. Í dag býr Oberholser í Scottsdale, Arizona ásamt eiginkonu sinni Angie og starfar sem golffréttaskýrandi fyrir Golf Channel. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (5/2020)

Hér kemur einn á ensku: John was getting his annual physical. His doctor asked him about his physical activity level and John described a typical day. “Well, yesterday afternoon, I took a five-hour walk about seven miles through some pretty rough terrain. I waded along the edge of a lake. I pushed my way through some trees and vegetation. I got sand in my shoes, eyes and hair. I avoided standing on a snake. I climbed several rocky hills. I took a few ‘leaks’ behind some big trees. “The mental stress of it all left me shattered and at the end of it all, I drank eight beers.” Inspired by Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andrea Ýr Ásmundsdóttir – 1. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Hún er fædd 1. febrúar 2002 og á því 18 ára afmæli í dag. Andrea Ýr er afrekskylfingur í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Hún er m.a. Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki 2018 á Íslandsbankamótaröðinni. Komast ma á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Andrea Ýr Ásmundsdóttir – Innilega til hamingju með 18 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Debbie Austin, 1. febrúar 1948 (72 ára); Jimmy Lee Thorpe, 1. febrúar 1949 (71 árs); Vilhjalmur Hjalmarsson, 1. febrúar 1967 (53 ára); Annþór Kristján Karlsson, 1. febrúar 1976 (44 ára); Júlíus Freyr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2020 | 10:00

6 kylfingar fá Forskots-styrki

Forskot er sjóður sem stofnaður var sérstaklega 14. júní 2012 til þess að styðja við bakið á íslenskum kylfingum. Í dag er eftirfarandi fyrirtæki bakhjarlar Forskots: Bláa Lónið, Eimskip, Golfsamband Íslands, Icelandair Group, Íslandsbanki, Valitor og Vörður Tryggingar. Eru það stofnfélagarnir auk Bláa Lónsins, sem bættst hefir við. Í ár hlutu 6 kylfingar Forskotsstyrki, 3 kven- og 3 karlkylfingar: Bjarki Pétursson, GKB Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Haraldur Franklín Magnús, GR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Á heimasíðu Golfsambands Íslands er eftirfarandi tiltekið um Forskot: „Frá því að Forskot afrekssjóður var stofnaður hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið meiri en áður og samtakamáttur þeirra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Jóhannsson – 31. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Jóhannsson. Heiðar á afmæli 31. janúar 1955 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Heiðar er í GBB og kvæntur Kristjönu Andrésdóttur, klúbbmeistara GBB 2012. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:   Heiðar Jóhannsson – 65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Páll Heiðar, 31. janúar 1964 (56 ára); Justin Timberlake, 31. janúar 1981 (39 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (37 ára); Sigurður Ingvi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2020 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst og Haraldur úr leik í S-Afríku

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Limpopo Championship, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram í Euphoria GC, Modimolle, Suður-Afríku, dagana 30. janúar – 2. febrúar 2020. Mjög lág skor voru í mótinu. Niðurskurður miðaðist við 3 undir pari og því miður komust hvorki Guðmundur Ágúst né Haraldur Franklín í gegnum hann. Guðmundur Ágúst lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (72 74). Haraldur Franklín lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (74 77). Uppfærð frétt: Sigurvegari í mótinu varð heimamaðurinn JC Ritchie á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 69 67 67). Reyndar röðuðu heimamennirnir frá S-Afríku sér í 5 efstu sætin! Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2020

Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 65 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum og ekkert ósvipaður Bryson DeChambeau. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (65 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (52 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2020 | 19:00

Valdís Þóra lauk keppni á Moss Vale mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í Aoyuan International Moss Vale Pro/Am mótinu á áströlsku ALPG mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 28.-29. janúar 2020 og lauk því í dag. Mótsstaður var Moss Vale golfklúbburinn í NSW, Ástralíu. Valdís Þóra lék a samtals 11 yfir pari, 157 höggum (81 76) og var því miður ekki meðal 35 efstu og hlaut því ekkert verðlaunafé. Hún deildi 44. sætinu ásamt 2 öðrum kylfingum. Sigurvegari mótsins var hin belgíska Manon de Roey, sem lék á 6 undir pari, 140 höggum (69 71) líkt og Dottie Ardina og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem de Roey hafði betur. Sjá má lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Donna Caponi Byrnes —– 29. janúar 2020

Donna Caponi-Byrnes fæddist 29. janúar 1945 í Detroit, Michigan og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Sem dóttir golfkennara byjaði Donna að spila golf 8 ára og fékk þátttökurétt á LPGA mótaröðinni, 20 ára. Það tók Donnu 4 ár að knýja fram fyrsta sigur sinn, en hún gerði það með stæl, sigraði á einu af risamótum kvennagolfsins, US Women´s Open. Hún vann með 1 höggi, eftir dramatískan lokahring, með skor upp á 69 högg, þ.á.m. fugl á lokaholunni, sem hún þurfti til sigurs. Aðeins Mickey Wright hafði sigrað á US Women´s Open tvö ár í röð, þegar Donna endurtók leikinn ári síðar, 1970 og sigraði aftur á US Women´s Lesa meira