Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 22:00

LPGA: Sagström sigraði á Gainbridge mótinu

Sænski kylfingurinn Madelene Sagström sigraði á Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu.

Sigurskor Sagström var 17 undir pari, 271 högg (72 – 62 – 67 – 70).

Fyrir sigurinn í mótinu, sem er fyrsti sigur Sagström á LPGA móti hlaut hún $300.000 (u.þ.b. 37 milljónir íslenskra króna).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sagström með því að SMELLA HÉR: 

Nasa Hataoka frá Japan varð í 2. sæti og er þetta í 2. skiptið í röð sem hún landar 2. sætinu á LPGA-móti.

Sjá má lokastöðuna á Gainbridge mótinu með því að SMELLA HÉR: