Andri Þór Björnsson ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, en þau eru klúbbmeistarar GR 2011. Mynd: grgolf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2020 | 20:00

Andri Þór T-2 og Ólafía Þórunn og Bjarki Péturs T-6 á Hacienda del Alamo

Tólf íslenskir kylfingar tóku þátt í Hacienda del Alamo Open mótinu á Spáni.

Þátttakendur voru alls 70 frá 15 þjóðlöndum.

Mótið stóð dagana 11.-13. febrúar 2020 og lauk í dag.

Af Íslendingunum stóð Andri Þór Björnsson, GR, sig best, landaði T-2  sæti, en hann lék samtals á 8 undir pari, 208 höggum (657469).

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þokaði sig upp um 5 sæti, varð T-6 eftir glæsilokahring upp á 68 högg í dag. Hún lék samtals á 5 undir pari, 211 höggum (71 72 68).

Bjarki Pétursson, GB. Mynd: Golf 1

Bjarki Pétursson, GB, lauk einnig keppni T-6, lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 72 71).

Sjá má lokastöðuna á Hacienda del Alamo Open með því að SMELLA HÉR:

Aðrir íslensku keppendanna léku með eftirfarandi hætti og urðu í tilteknum sætum:

9. sæti Tómas Hjaltested, GR – 4 undir pari, 212 högg (73 70 69).

T-12 Sigurður Blumenstein, GR –2 undir pari, 214 högg (73 71 70).

T-22 Dagbjartur Sigurbrandsson, GR – 2 yfir pari, 218 högg (73 72 73).

T-31 Hákon Örn Magnússon, GR – 5 yfir pari, 221 högg (73 70 78).

T-39 Böðvar Bragi Pálsson, GR – 8 yfir pari, 224 högg (73 76 75).

47. sæti Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, 11 yfir pari, 227 högg (80 77 70).

54. sæti Elvar Már Kristinsson, GR, 18 yfir pari, 234 högg (75 79 80).

T-56 Finnur Gauti Vilhelmsson, GR, 21 yfir pari, 237 högg (78 77 82).

65. sæti Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR 33 yfir pari, 249  högg (81 80 88).

Í aðalmyndaglugga: Ólafía Þórunn og Andri Þór þegar þau urðu klúbbmeistarar GR 2011.