Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2020 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-116 e. 2. dag í S-Afríku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið ber heitið Dimension Data Pro/Am og fer fram dagana 13.-16. februar 2020 á Fancourt Golf Estate, í George, Suður-Afríku.

Þegar mótið er hálfnað er Guðmundur Ágúst T-116; hefir samtals spilað á sléttu pari (74 70).

Spilað er á 3 völlum Fancourt: Montagu, Outeniqua og The Links og skorið niður eftir 3 daga.

Sem stendur komast þeir gegnum niðurskurð sem spilað hafa á samtals 5 undir pari eða betur og eru skor því gífurlega lág.

Efstir í hálfleik í mótinu eru Spánverjinn Santiago Tarrio Ben og heimamaðurinn Christiaan Bezuidenhout, báðir á 17 undir pari, eftir 2 hringi!

Sjá má stöðuna í mótinu eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: