Afmæliskylfingur dagsins: Ásdís Helgadóttir og Birgir Hermannsson – 6. október 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Ásdís Helgadóttir og Birgir Hermannsson. Ásdís er fædd 6. október 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ásdísi til hamingju með afmælið Ásdís Helgadóttir (60 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Birgir er fæddur 6. október 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Birgir Hermannsson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John O. Barnum, f. 6. október 1911 – d. 30. október 1996; Lesa meira
PGA: Sergio Garcia sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu!
Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia, sem sigraði á móti vikunnar á PGA, Sanderson Farms Championship, en mótið fór fram dagana 1. – 4. október 2020. Sigurskor Garcia var 19 undir pari, 269 högg (68 68 66 67). Þetta var fyrsti sigur Garcia á PGA mótaröðinni frá árinu 2017; en alls hefir Garcia þá sigrað 11 sinnum á PGA. Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Peter Malnati, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari. Í 3. sæti var enn annar Bandaríkjamaður J.T. Poston, á samtals 16 undir pari. Keegan Bradley og Svíinn Henrik Norlander deildu síðan 4. sæti; báðir á samtals 15 undir pari, hvor. Sjá má Lesa meira
LPGA: Reid sigraði á Shoprite
Það var enski kylfingurinn Mel Reid, sem sigraði á Shoprite LPGA Classic mótinu, sem fram fór 1.-4. október sl. Mótið fór fram í Galloway, New Jersey. Sigurskor Reid var 19 undir pari, 265 högg (68 – 64 – 66 – 67) og er þetta fyrsti sigur hennar á LPGA mótaröðinni. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð bandaríski kylfingurinn Jennifer Kupcho og í 3. sæti landa hennar og nafna Song, sem var á samtals 16 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Sigurveig Árna, Guðmundur Bj. Hafþórs og Eggert Steinar – 5. október 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru Sigurveig Árnadóttir, Guðmundur Bj. Hafþórsson og Eggert Steinar. Sigurveig er fædd 5. október 1965 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Sigurveig Árnadóttir – 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Guðmundur er fæddur 5. október 1975 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Guðmundur Bj Hafþórsson 45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Eggert Steinar er fæddur 5. október 1995 og á því 25 ára stórafmæli Lesa meira
Evróputúrinn: Rai sigraði á Opna skoska
Aberdeen Standard Investments Scottish Open eða m.ö.o Opna skoska fór fram dagana 1. -4. október 2020 og lauk í gær með sigri Englendingsins Aaron Rai. Mótið er hluti Evrópumótaraðar karla. Sigur Rai kom eftir bráðabana við Tommy Fleetwood, en báðir voru þeir efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur. Par-4 18. hola The Renaissance Club í North Berwick, Skotlandi, þar sem mótið fór fram, var spiluð aftur og þar sigraði Rai þegar í 1. viðureign með pari meðan Fleetwood tapaði á skolla. Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröðin: Haraldur lauk keppni T-57
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru meðal keppenda í móti vikunnar á Áskorendamótaröðinni, Italian Challenge Open Eneos Motor Oil mótinu, sem fram fór dagana 1. – 4. október 2020. Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurð en Guðmundur Ágúst því miður ekki, að þessu sinni. Skor Haraldar Franklín var 3 undir pari, 213 högg (71 70 72). Fyrir árangur sinn í mótinu hlaut Haraldur Franklín €1,065 (u.þ.b. 170.000 íslenskar krónur). Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Hurley Long, eftir 3 manna bráðabana, en allir spiluðu þeir á samtals 12 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Italian Challenge Open Eneos Motor Oil mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. oktober 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 26 ára stórafmæli í dag!!! Sunna lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon, en er nú útskrifuð þaðan. Sunna varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2013. Hún er í sambúð með Viggó Kristjánssyni, handknattleiksmanni í Stuttgart og þau eiga einn son. Komast má á heimasíðu afmæliskylfings dagsins til þess að óska Sunnu til hamingju með daginn hér að neðan: Sunna Víðisdóttir (26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Bryant, 4. október 1943 (77 ára); Bjarney Guðmundsdóttir, 4. október 1953 (67 ára); Sherri Turner, 4. Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (40/2020)
Hjón spila golfhring. Maðurinn er ekki sáttur við frammistöðu konu sinnar og er stöðugt að nöldra um gæðin á leik konu sinnar. Konan einbeitir sér og á næstu par-3 holu fer hún holu í höggi. Hann segir þurrlega við konuna sína: „Svona lærir þú aldrei að pútta!!!“
Afmæliskylfingur dagsins: Fred Couples ——– 3. október 2020
Afmæliskylfingur dagsins Fred Couples. Couples hefir m.a. verið fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. Hann er fæddur 3. október 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið 55 mót, þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir rúmum 27 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Wagner, 3. október 1959 (61 árs); Tösku Og Hanskabúðin, 3. október 1961 (59 ára); Asta Sigurdardottir, 3. október 1966 (54 ára); Esther Ágústsdóttir, 3. október 1968 (52 ára); Matthew Southgate, 3. október 1988 (32 ára); Birgir Rúnar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Morgane Metraux (52/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira










