Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2020 | 18:00

Áskorendamótaröðin: Haraldur lauk keppni T-57

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru meðal keppenda í móti vikunnar á Áskorendamótaröðinni, Italian Challenge Open Eneos Motor Oil mótinu, sem fram fór dagana 1. – 4. október 2020.

Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurð en Guðmundur Ágúst því miður ekki, að þessu sinni.

Skor Haraldar Franklín var 3 undir pari, 213 högg (71 70 72).

Fyrir árangur sinn í mótinu hlaut Haraldur Franklín €1,065 (u.þ.b. 170.000 íslenskar krónur).

Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Hurley Long, eftir 3 manna bráðabana, en allir spiluðu þeir á samtals 12 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Italian Challenge Open Eneos Motor Oil mótinu með því að SMELLA HÉR: