Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagins: Guðrún og Valgerður Bjarnadætur og Guðni Valur – 11. október 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Guðrún og Valgerður Bjarnadætur og Guðni Valur. Tvíburarnir Guðrún og Valgerður eru fæddar 11. október 1960 og eiga því  60 ára merkisafmæli í dag!!! Þær eru báðar í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu þeirra til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælið Guðrún Bjarnadóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Valgerður Bjarnadóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Guðni Valur er fæddur 11. október 1995 og fagnar því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Guðni Valuяя (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2020 | 11:00

Yfirlýsing vegna lokunar golfvalla á höfuðborgarsvæðinu 11. október 2020

Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld) og ákvörðunarferlið er útskýrt hér að neðan. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands, sem skipaður er 12 fulltrúum frá 10 golfklúbbum af öllu landinu, ásamt fulltrúum úr stjórn GSÍ, hefur unnið saman að málum tengdum sóttvörnum og golfiðkun frá því í vor, sökum Covid-19. Í ljósi misvísandi upplýsinga og þeirrar gagnrýni sem beinst hefur að þeirri ákvörðun að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vill viðbragðshópur GSÍ koma á framfæri eftirfarandi skýringum. Með því vonast hópurinn til að varpa ljósi á málavexti og ástæður að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (41/2020)

Svolítið hugmyndaleysi í gangi nú hvað golfbrandara varðar, þannig að hérna koma nokkrar fyndar, fleygar golfsagnir: Ég sveifla á sama hátt og fyrir 20 árum. Munurinn er bara að boltaflugið er annað. “ Lee Trevino „Við skulum ekki blekkja okkur: Leikurinn fer 95 prósent fram í höfðinu. Ef einhver spilar ömurlegt golf þarf hann ekki golfkennara, heldur geðlækni. “ Tom Murphy „Mér veður óglatt af golfvallararkítektum. Þeir geta ekki spilað sjálfir og leggja því golfvellina þannig út að allir aðrir geta ekki leikið heldur. “ Sam Snead

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951 og því 69 ára. Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Galleri Ozone Selfossi (110 ára); Bruce Devlin, 10. október 1937 (83 ára); Craig Marseilles, 10. október 1957 (63 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (58 ára); Bryn Parry, 10. október 1971 (49 ára); Golfara Sumar (45 ára); Johan Edfors, 10. október 1975 (45 ára); Haukur Dór, 10. október 1976 (44 ára); Mika Miyazato, 10. október 1989 (31 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Filippa Moork (54/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Annika Sörenstam og Sigríður Elín Þórðardóttir – 9. október 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Annika Sörenstam og Sigríður Elín Þórðardóttir. Sigríður Elín er fædd 9. október 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í GSS. Komast má á facebooksíðu Sigríðar Elínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Elín Þórðardóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Annika Sörenstam er kunnari en þurfi að segja hér í stuttri afmæliskveðju á 50 ára afmælisdag hennar. Hún fæddist í Bro í Svíþjóð 9. október 1970. Annika byrjaði ung að spila golf ásamt Charlottu systur sinni, en þær tvær eru einu systurnar sem hafa unnið sér inn yfir $ 1.000.000 bandaríkjadala Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Carolin Kaufmann (53/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 28 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði East Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Hann hefir á undanförnum misserum spilað í mótum á Nordic Golf League mótaröðinni, Áskorendamótaröð Evrópu og Evrópumótaröð karla. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 28 ára – Innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2020

Það er klúbbmeistari GHG 2018 Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 22 ára afmæli í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri. Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þar sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2020 | 18:00

Evrópumóti drengjalandsliða frestað

Golfsamband Evrópu, EGA, hefur tekið þá ákvörðun að fresta Evrópumóti drengjalandsliða (Jean-Louis Dupont Trophy). Mótið átti að fara fram á dagana 19.-22. október 2020 á Parador De El Saler vellinum á Spáni. Alls höfðu 18 þjóðir skráð sig til keppni en vegna Covid-19 ástandsins í Evrópu var ákveðið að fresta keppninni. Þjóðirnar sem höfðu skráð sig til leiks eru: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Ítalía, Holland, Noregur, Pólland, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Sviss. Mótið mun fara fram dagana 6.-10. júlí 2021 í Danmörku. Texti: GSÍ