GKS: Úrslit úr 50 ára afmælismótinu
Golfklúbbur Siglufjarðar fagnaði 50 ára afmæli á þessu ári og var haldið afmælismót fyrir nákvæmlega 4 mánuðum, þ.e. 25. júlí 2020. Til stóð að halda mótið á stofndegi klúbbsins 19. júlí, en fresta varð mótinu þá vegna veðurs. Veður var lítt skárra þann 25. júlí – úrhellisrigning og aðeins 6°, 10 m/sek og það um hásumar. Engu að síður luku 42 keppendur (13 kven- og 29 karlkylfingar) algjörar hetjur, keppni í mótinu, en keppnisfyrirkomulag, sem átti að vera 18 holu punktakeppni var breytt í 9 holu punktakeppni Í karlaflokki sigraði Grétar Bragi Hallgrímsson, GKS með 19 pkt og í 2. sæti varð Þorsteinn Jóhannsson, GKS, með 18 pkt. Í kvennaflokki Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson – 25. nóvember 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Adolf Oddgeirsson. Jóhann Adolf er fæddur 25. nóvember 1973 og á því 47 ára afmæli í dag. Jóhann Adolf er í Golfklúbbi Setbergs. Hann er kvæntur Rut Sig og á tvær dætur og einn son. Komast má á facebook síðu Jóhanns Adolfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Adolf Oddgeirsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall f. 25. nóvember 1923 – 31. október 2001 (hefði orðið 97 ára í dag); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (68 ára); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (56 ára), Þórey Sigþórsdóttir, 25. Lesa meira
Guðrún Brá hækkar á heimslista kvenna vegna góðs árangurs í Sádí og tekur þátt í lokamóti LET
Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, náði besta árangri sínum á LET í síðustu viku, góðum T-39 árangri á Saudi Ladies Team International!!! Fyrir vikið hækkaði Guðrún Brá um 88 sæti á heimslista kvenna og er nú í 861. sætinu. Eins hækkaði Guðrún Brá um 20 sæti á stigalista LET og er nú í 125. sætinu á stigalista LET Efst íslenskra kvenkylfinga á heimslistanum er Valdís Þóra Jónsdóttir, en hún er í 610. sætinu – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er síðan í 910. sætinu. Sjá má heimslista kvenna með því að SMELLA HÉR: Guðrún Brá mun síðan spila í lokamóti LET, Andalucia Costa del Sol Open, en keppni þar hefst fimmtudaginn Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Auðunn, Baldvina og Bogi – 24. nóvember 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru Auðunn Einarsson, Baldvina Snælaugsdóttir og Bogi Nilsson. Bogi Nilsson, fyrrum ríkisssaksóknari,stórkylfingur og Siglfirðingur með meiru á merkisafmæli í dag. Hann er fæddur 24. nóvember 1940 og er því 80 ára. Golf 1 óskar Boga innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Baldvina Guðrún Snælaugsdóttir er fædd 24. nóvember 1965 og á því 55 ára afmæli í dag. Baldvina er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Baldvina Snælaugsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og á því 45 ára afmæli í dagi. Auðunn var klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar, GÍ, 2011 og Lesa meira
LPGA: Kim sigraði á Pelican mótinu
Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem bar sigur úr býtum á móti vikunnar á LPGA mótaröðinni: Pelican Women´s Championship. Mótið fór fram dagana 19.-22. nóvember 2020 í Belleair, Flórída. Sigurskor Kim var 14 undir pari, 266 högg (67 – 65 – 64 – 70). Hún átti heil 3 högg á Ally MacDonald, sem varð í 2. sæti á samtals 11 undir pari. Enski kylfingurinn Stephanie Meadow varð í 3. sæti á samtals 9 undir pari. Sigurtékki Kim var $ 225.000,- Sjá má lokastöðuna á Pelican Women´s Championship með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Hansen sigraði á Joburg Open
Það var danski kylfingurinn Joachim B. Hansen, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúr karla; Joburg Open. Mótið fór fram í Randburg GC í Jóhannesarborg, S-Afríku, dagana 19.-22. nóvember 2020 og lauk því í gær. Sigurskor Hansen var 19 undir pari, 265 högg (66 68 64 67). Þetta var fyrsti sigur Hansen á Evróputúrnum, en fyrir á hann í beltinu tvo sigra á Nordic Golf League mótaröðinni og aðra tvo á Áskorendamótaröð Evrópu. Í 2. sæti á Joburg Open var heimamaðurinn Wilco Nienaber á samtals 17 undir pari og í 3. sæti var enn einn heimamaðurinn Shaun Norris, á samtals 16 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Joburg Open með því að SMELLA Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Gauti Arnarson – 23. nóvember 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Gauti Arnarsson. Arnar Gauti er fæddur 23. nóvember 1998 og á því 22 ára afmæli í dag. Arnar Gauti er bæði Haukamaður og í Golfklúbbnum Keili. Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Arnar Gauti Arnarsson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ísafjarðar Bíó (85 ára); Vefspá Ragnhildar (63 ára); Kristín Þorvaldsdóttir, 23. nóvember 1958 (62 ára); Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (58 ára); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (54 ára); Jerri Kotts-Barriga, 23. nóvember 1968 (52 árs); Paul Penny, f. 23. nóvember 1972 (48 Lesa meira
PGA: Streb sigraði á RSM
Það var bandaríski kylfingurinn Robert Streb, sem sigraði á móti vikunnar á PGA mótaröðinni, RSM Classic, sem fram fór á St. Simmons Island í Georgíu, dagana 19.-22. nóvember 2020. Sigur Streb kom eftir bráðabana við Kevin Kisner, en báðir voru þeir efstir og jafnir eftir 72 hefðbundnar holur – léku báðir á samtals 19 undir pari, hvor. Par-4 18. hola Sea Island keppnisvallarins var spiluð tvívegis. Þar kom að því að Streb sigraði með fugli á 2. holu bráðabanans, en Kisner laut lægra haldi með par. Í 3. sæti varð síðan Cameron Tringale á samtals 18 undir pari. Bandarískir kylfingar vermdu því 3 toppsætin og ekki fyrr en í 4. Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-16 á Challenge Tour Grand Final
Lokamót Áskorendamótaraðarinnar, Challenge Tour Grand Final, fór fram í T-Golf & Country Club, á Mallorca, Spáni, dagana 19.-22. nóvember 2020 og lauk nú i dag. Meðal keppenda var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 281 höggi (72 68 70 71) og varð jafn 4 öðrum kylfingum í 16. sæti (þ.e. T-16). Fyrir árangur sinn hlaut Guðmundur Ágúst €4,590 (þ.e. u.þ.b. 758.000 íslenskar krónur). Sigurvegari í mótinu var Tékkinn Ondrej Lieser, en hann lék á samtals 11 undir pari og hlaut í sinn hlaut € 62.000 (u.þ.b. 10 milljónir íslenskra króna). Sjá má lokastöðuna á Challenge Tour Grand Final með því að SMELLA HÉR: Aðalmyndagluggi: Guðmundur Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 35 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg. Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafa, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í Lesa meira










