Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2020 | 17:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-16 á Challenge Tour Grand Final

Lokamót Áskorendamótaraðarinnar, Challenge Tour Grand Final, fór fram í T-Golf & Country Club, á Mallorca, Spáni, dagana 19.-22. nóvember 2020 og lauk nú i dag.

Meðal keppenda var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 281 höggi (72 68 70 71) og varð jafn 4 öðrum kylfingum í 16. sæti (þ.e. T-16). Fyrir árangur sinn hlaut Guðmundur Ágúst €4,590 (þ.e. u.þ.b. 758.000 íslenskar krónur).

Sigurvegari í mótinu var Tékkinn Ondrej Lieser, en hann lék á samtals 11 undir pari og hlaut í sinn hlaut € 62.000 (u.þ.b. 10 milljónir íslenskra króna).

Sjá má lokastöðuna á Challenge Tour Grand Final með því að SMELLA HÉR: 

Aðalmyndagluggi: Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd: GSÍ