Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik
Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í Limpopo meistaramótinu, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram á Euphoria GC, í Modimolle, S-Afríku, dagana 22.-25. apríl 2021. Haraldur lék á 3 yfir pari 147 höggum (75 72) og varð T-99 af 149 keppendum, sem luku keppni. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betra. Úrslitin réðust í 4 heimamanna bráðabana, þar sem Brandon Stone stóð uppi sem sigurvegari, þegar á 1. holu bráðabanans – fékk fugl meðan hinir 3 voru á parinu. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 54 ára afmæli í dag. Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan : Laufey Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Edda Björk Magnúsdóttir, 26. apríl 1965 Lesa meira
Evróputúrinn: Higgo sigraði á Gran Canaria
Mót vikunnar á Evróputúrnum var Gran Canaria Lopesan Open, sem fram fór 22.- 25. apríl 2021. Mótið fór fram á Meloneras vellinum, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur. Það var S-afríkumaðurinn Garrick Higgo, sem sigraði. Sigurskor Higgo var 25 undir pari, 255 högg (65 64 63 63). Fyrir sigurinn hlaut Higgo €230.250,- Í 2. sæti 3 höggum á eftir Higgo var hinn þýski Maximilian Kieffer. Sjá má lokastöðuna á Gran Canaria Lobesam Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Friðrik Sverrisson – 25. apríl 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Friðrik Sverrisson. Friðrik fæddist 25. apríl 1968 og á því 53 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Friðriks til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Friðrik Sverrisson Friðrik Sverrisson – 53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „Jerry“ Barber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994); Halldór Tryggvi Gunnlaugsson, 25. apríl 1957 (64 ára); Christa Johnson, 25. apríl 1958 (63 ára); Wes Martin, 25. apríl 1973 (48 ára); Grégory Bourdy, 25. apríl 1982 (39 ára) Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (17/2021)
Einn golfbrandari á ensku: “Do you play off scratch?” said one player. The other replied: “I sure am. Every time I hit the ball I scratch my head and wonder where it went.”
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Sigurðsson – 24. apríl 2020
Það Bjarki Sigurðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og á því 56 ára afmæli í dag!!! Bjarki er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og er kvæntur Laufey Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Bjarki Sigurðsson, GO F. 24. apríl 1965 (56 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (76 ára); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (73 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (68 ára); Lee Westwood, 24. apríl 1973 (48 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Ögmundsson og Anna Birgis – 23. apríl 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Anna Birgis og Ágúst Ögmundsson. Ágúst er í GR, fæddur 23. apríl 1946 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústi til hamingju með afmælið hér að neðan Ágúst Ögmundsson, GR. Mynd: Í einkaeigu F.v.: Guðjón, Steinþór, Kristján og Ágúst Ögmundsson, GR. Mynd: Golf 1 Ágúst Ögmundsson – Innilega til hamingju með 75. ára merkisafmælið!!! _______________________ Anna Birgis er fædd 23. apríl 1971 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Anna er í sambúð með Joachim Bengtson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústi til hamingju með afmælið hér að neðan Lesa meira
Sigurður Pétursson látinn
Sigurður Pétursson, lögreglumaður og golfkennari er látinn, aðeins 60 ára að aldri. Hann lést 19. apríl sl. í golfferð á La Gomera, á Spáni. Sigurður úrskrifaðist frá Verslunaskóla Íslands 1978 og úr Lögregluskólanum 1988 og lærði einnig húsasmíði. Ungur var Sigurður valinn í landslið Íslands í golfi. Hann varð 3 sinnum Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985 og vann auk þess marga aðra titla í golfíþróttinni. Hann var m.a. kosinn íþróttamaður Reykjavíkur 1985. Sigurður kenndi golf frá árinu 1990 og var m.a. golfkennari GR 1991-1997 og rak golfverslun. Árið 1994 útskrifaðist hann frá PGA golfkennaraskólanum í Svíþjóð. Í fjölmörg skipti var hann liðs- og fararstjóri í golfferðum, síðustu ár fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jóna Bjarnadóttir. Hún er fædd 22. apríl 1951 og á því 70 ára merkisafmæli. Jóna er í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS). Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jóna Bjarnadóttir Jóna Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (83 ára); Anna Lárusdóttir, 22. apríl 1958 (63 ára); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (47 ára); Stina Resen, 22. apríl 1993 (28 ára) …. og ….. Valmar Väljaots Golf 1 óskar Lesa meira
Rúnar Arnórsson nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi
Rúnar Arnórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Ólafi Birni Loftssyni en Ólafur tók við starfi afreksstjóra GSÍ á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PGA. Rúnar hefur störf frá og með 1. maí en spennandi tímar eru framundan hjá PGA á Íslandi. Í júní stendur til að útskrifa 18 golfkennara frá golfkennaraskóla PGA og fjölgar því starfandi golfkennurum á Íslandi umtalsvert. Rúnar mun halda áfram á sinni vegferð sem atvinnukylfingur samhliða starfinu, sem er hlutastarf, en Rúnar stefnir á að leika á Nordic mótaröðinni núna í sumar sem og GSÍ mótaröðinni hérlendis. Mynd í aðalmyndaglugga (af Rúnari Arnórssyni) og texti: seth@golf.is










