Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í Limpopo meistaramótinu, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram á Euphoria GC, í Modimolle, S-Afríku, dagana 22.-25. apríl 2021. Haraldur lék á 3 yfir pari 147 höggum (75 72) og varð T-99 af 149 keppendum, sem luku keppni. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betra. Úrslitin réðust í 4 heimamanna bráðabana, þar sem Brandon Stone stóð uppi sem sigurvegari,  þegar á 1. holu bráðabanans – fékk fugl meðan hinir 3 voru  á parinu. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 54 ára afmæli í dag.  Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan : Laufey Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með  afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Edda Björk Magnúsdóttir, 26. apríl 1965 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Higgo sigraði á Gran Canaria

Mót vikunnar á Evróputúrnum var Gran Canaria Lopesan Open, sem fram fór 22.- 25. apríl 2021. Mótið fór fram á Meloneras vellinum, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur. Það var S-afríkumaðurinn Garrick Higgo, sem sigraði. Sigurskor Higgo var 25 undir pari, 255 högg (65 64 63 63). Fyrir sigurinn hlaut Higgo €230.250,- Í 2. sæti 3 höggum á eftir Higgo var hinn þýski Maximilian Kieffer. Sjá má lokastöðuna á Gran Canaria Lobesam Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Friðrik Sverrisson – 25. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Friðrik Sverrisson. Friðrik fæddist 25. apríl 1968 og á því 53 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Friðriks til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Friðrik Sverrisson Friðrik Sverrisson – 53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „Jerry“ Barber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994); Halldór Tryggvi Gunnlaugsson, 25. apríl 1957 (64 ára); Christa Johnson, 25. apríl 1958 (63 ára); Wes Martin, 25. apríl 1973 (48 ára); Grégory Bourdy, 25. apríl 1982 (39 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (17/2021)

Einn golfbrandari á ensku: “Do you play off scratch?” said one player. The other replied: “I sure am. Every time I hit the ball I scratch my head and wonder where it went.”

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Sigurðsson – 24. apríl 2020

Það Bjarki Sigurðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og á því 56 ára afmæli í dag!!! Bjarki er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og er kvæntur Laufey Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Bjarki Sigurðsson, GO F. 24. apríl 1965 (56 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (76 ára); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (73 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (68 ára); Lee Westwood, 24. apríl 1973 (48 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Ögmundsson og Anna Birgis – 23. apríl 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Anna Birgis og Ágúst Ögmundsson. Ágúst er í GR, fæddur 23. apríl 1946 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústi til hamingju með afmælið hér að neðan Ágúst Ögmundsson, GR. Mynd: Í einkaeigu F.v.: Guðjón, Steinþór, Kristján og Ágúst Ögmundsson, GR. Mynd: Golf 1 Ágúst Ögmundsson – Innilega til hamingju með 75. ára merkisafmælið!!! _______________________ Anna Birgis er fædd 23. apríl 1971 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Anna er í sambúð með Joachim Bengtson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústi til hamingju með afmælið hér að neðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2021 | 18:00

Sigurður Pétursson látinn

Sigurður Pétursson, lögreglumaður og golfkennari er látinn, aðeins 60 ára að aldri. Hann lést 19. apríl sl. í golfferð á La Gomera, á Spáni. Sigurður úrskrifaðist frá Verslunaskóla Íslands 1978 og úr Lögregluskólanum 1988 og lærði einnig húsasmíði. Ungur var Sigurður valinn í landslið Íslands í golfi. Hann varð 3 sinnum Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985 og vann auk þess marga aðra titla í golfíþróttinni. Hann var m.a. kosinn íþróttamaður Reykjavíkur 1985. Sigurður kenndi golf frá árinu 1990 og var m.a. golfkennari GR 1991-1997 og rak golfverslun. Árið 1994 útskrifaðist hann frá PGA golfkennaraskólanum í Svíþjóð. Í fjölmörg skipti var hann liðs- og fararstjóri í golfferðum, síðustu ár fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Jóna Bjarnadóttir. Hún er fædd 22. apríl 1951 og á því 70 ára merkisafmæli. Jóna er í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS). Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jóna Bjarnadóttir Jóna Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (83 ára); Anna Lárusdóttir, 22. apríl 1958 (63 ára); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (47 ára); Stina Resen, 22. apríl 1993 (28 ára) …. og ….. Valmar Väljaots Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2021 | 22:00

Rúnar Arnórsson nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

Rúnar Arnórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Ólafi Birni Loftssyni en Ólafur tók við starfi afreksstjóra GSÍ á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PGA. Rúnar hefur störf frá og með 1. maí en spennandi tímar eru framundan hjá PGA á Íslandi. Í júní stendur til að útskrifa 18 golfkennara frá golfkennaraskóla PGA og fjölgar því starfandi golfkennurum á Íslandi umtalsvert. Rúnar mun halda áfram á sinni vegferð sem atvinnukylfingur samhliða starfinu, sem er hlutastarf, en Rúnar stefnir á að leika á Nordic mótaröðinni núna í sumar sem og GSÍ mótaröðinni hérlendis. Mynd í aðalmyndaglugga (af Rúnari Arnórssyni) og texti: seth@golf.is