Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2021 | 18:00

NGL: Andri Þór náði ekki niðurskurði á Spáni

Andri Þór Björnsson, GR, tók þátt í á PGA Catalunya Resort meistaramótinu sem er hluti Ecco mótaraðarinnar í Nordic Golf League (skammst.: NGL). Mótið fór fram dagana 18.-20. apríl 2021 í Barcelona á Spáni. Andri Þór lék á samtals 6 yfir pari 149 höggum (77 72) og var nokkuð langt frá því að komast gegnum niðurskurð sem miðaðist við 1 yfir pari eða betra. Svíinn Mikael Lundberg sigraði í mótinu eftir 3 manna bráðabana, en allir höfðu þeir samtals spilað á 10 undir pari. Sjá má lokastöðuna á PGA Catalunya Resort meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lúðvík Geirsson – 21. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Lúðvík Geirsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann er fæddur 21. apríl 1959 og því 62 áraafmæli í dag. Lúðvík er í Golfklúbbnum Keili og hefir spilað golf frá því hann var smástrákur. Sem strákur átti hann (og á eflaust enn) fínt golfsett, sem heill hópur af frábærum kylfingum naut góðs af þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í golfinu, m.a Þórdís Geirs, margfaldur Íslandsmeistari, systir hans, sem laumaðist í settið hjá eldri bróður sínum, þegar hún var að byrja. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og á 3 syni: Lárus, f. 1984, Brynjar Hans f. 1989 og Guðlaug Bjarka f. 1996. Komast má á Facebooksíðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2021 | 18:00

PGA: Cink sigraði á RBC Heritage

Stewart Cink er sigurvegari móts vikunnar á PGA Tour, RBC Heritage, sem að venju fór fram á Harbour Town Golf Links á Hilton Head, S-Karólínu, nú dagana 15.-18. apríl 2021. Sigurskor Cink var 19 undir pari, 265 högg (63 63 69 70) Cink átti heil 4 högg á þá Emiliano Grillo og Harold Varner III, sem deildu 2. sætinu. RBC Heritage virðist eiga vel við Cink því þetta er í 3. sinn sem honum tekst að fara með sigur af hólmi í mótinu! Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage 2021 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Haukur Þórsson – 20. apríl 2021

Það er Bjarni Haukur Þórsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bjarni Haukur er fæddur 20. apríl 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Þess mætti geta að hann á sama afmælisdag og John Senden. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881; Árni Sævar Jónsson, golfkennari, 20. apríl 1943 (78 ára); Sigþóra O Sigþórsdóttir, 20. apríl 1962 (59 ára); Rósa Arnardóttir, 20. apríl 1962 (59 ára);John Gerard Senden, 20. apríl 1971 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!), Karlotta Einarsdóttir, 20. apríl 1984 (37 ára); Hrönn Kristjánsdóttir GK, 20. apríl;  Flavia Moreira Lima Granella frá Brasilíu … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Catlin sigraði í Austurríki

Bandaríski kylfingurinn John Catlin sigraði á Austrian Golf Open sem fram fór dagana 15.-18. apríl 2021 og var mót vikunnar á Evróputúrnum. Kept var í Diamond CC í Atzenbrugg, nálægt Vín í Austurríki. Catlin var jafn Þjóðverjanum Maximilian Kieffer eftir hefðbundnar 72 holur (báðir á 14 undir pari) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Það hafði Catlin betur á 5. holu bráðabanans. Sjá má lokastöðuna á Austrian Golf Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valtýr Auðbergsson – 19. apríl 2016

Það er Valtýr Auðbergsson, sem er afmæliskylfingur dagins. Valtýr er fæddur 19. apríl 1976 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Valtýr er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Valtýr ásamt Ósk, systur sinni Valtýr Auðbergsson – 45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elías Magnússon, GK, 19. apríl 1939 (82 ára); Páll Sævar Guðjónsson, 19. apríl 1970 (51 árs); Matteo Manassero, 19. apríl 1993 (28 ára);  Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun, 19. apríl 1994 (27 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2021 | 18:00

LPGA: Lydia Ko sigraði á Lotte Championship

Það var Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi sem stóð uppi sem sigurvegari á Lotte Championship. Mótið fór fram dagana 14.-17. apríl í Kapolei, Oahu á Hawaii. Ko er fædd 24. apríl 1997 og því 23 ára. Þetta er fyrsti sigur Ko í 3 ár, en alls hefir hún sigrað 21 sinnum á ferli sínum, þar af 16 sinnum á LPGA.  Ko gerðist atvinnumaður í golfi 2013 (aðeins 16 ára). Sigurskor Ko var 28 undir pari, 260 högg (67 – 63 – 65 – 65) og átti hún heil 7 högg á þá, sem næst kom, Inbee Park.  Fyrir sigur sinn hlaut Ko 300.000 dollara (tæpar 38 milljónir íslenskra króna). Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jóhanna Þorleifsdóttir – 18. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins erJóhanna Þorleifsdóttir. Jóhanna er fædd 18. apríl 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Jóhanna er fyrrum formaður Golfklúbbs Siglufjarðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér: Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS F. 18. apríl 1961 (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (66 árs, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (65 ára – var á PGA);  Ian Doig (kanadískur) 18. apríl 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Ragnar Ólafsson, f. 18. apríl 1976 (45 ára); Þórey Petra, 18. apríl 1997 (24 ára) ;  List Án Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (16/2021)

„Það er alveg fullkomið að spila golf á sunnudegi, því þú eyðir meiri tíma í að biðja á vellinum en ef þú ferð í kirkju.“ 🙂

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Eyjólfur Kristjánsson – 17. apríl 2021

Það er tónlistarmaðurinn og stórkylfingurinn  Eyjólfur Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Eyjólfur er fæddur 17. apríl 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Eyjólfur er kvæntur Söndru Lárusdóttur. Sjá má skemmtilega afmælisgrein RÚV um Eyfa með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Eyjólfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Eyjólfur Kristjánsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (59 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl Lesa meira