Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í Limpopo meistaramótinu, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram á Euphoria GC, í Modimolle, S-Afríku, dagana 22.-25. apríl 2021.

Haraldur lék á 3 yfir pari 147 höggum (75 72) og varð T-99 af 149 keppendum, sem luku keppni.

Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betra.

Úrslitin réðust í 4 heimamanna bráðabana, þar sem Brandon Stone stóð uppi sem sigurvegari,  þegar á 1. holu bráðabanans – fékk fugl meðan hinir 3 voru  á parinu.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: