Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2021 | 18:00

PGA: K.H. Lee sigraði á AT&T Byron Nelson

KH Lee frá S-Kóreu fagnaði fyrsta sigri sínum á PGA tour, þegar hann sigraði á AT&T Byron Nelson. Mótið fór fram dagana 13.-16. maí 2021 í McKinney, Texas. Sigurskor Lee var 25 undir pari, 263 högg (65 65 67 66). Í 2. sæti, 3 höggum á eftir Lee varð Sam Burns á samtals 22 undir pari. Patton Kizzire, Daniel Berger, Scott Stallings og Charl Schwartzel, urdu T-3, á samtals 21 under pari, hver. Sjá má lokastöðuna á AT&T Byron Nelson með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því 65 ára afmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa Dúa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún  á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu og átt sæti í liði NK í liðakeppni GSÍ. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með stórafmælið hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2021 | 18:00

Guðrún Brá og Hákon Örn sigurvegarar á ÍSAM mótinu (1)

ÍSAM mótið – fyrsta stigamótið í GSÍ mótaröðinni 2021 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 14.-16. maí 2021. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var framkvæmdaraðili mótsins. Leiknar voru 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum, en tveir niðurskurðir voru í mótinu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR léku báðar á -2 samtals og þurfti bráðabana til þess að knýja fram úrslit. Þar hafði Guðrún Brá betur þar sem að Guðrún fékk fugl á 18. brautina sem var fyrsta holan í bráðabananum. Þær Guðrún og Ragnhildur börðust um sigurinn á þessum velli þegar Íslandsmótið fór fram 2020 – þar sem að úrslitin réðust í umspili um sigurinn. Hulda Clara Gestsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tinna Jóhannsdóttir – 17. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir. Tinna er fædd 17. maí 1986 og er því 35 ára í dag.  Hún er í Golfklúbbnum Keili. Sjá má viðtal Golf 1 við Tinnu með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólöf Ásta Farestveit , GK, 17. maí 1969 (52 ára); Tim Sluiter 17. maí 1979 (42 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982, heimsmeistari í holukeppni 2012 (39 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is Aðalmyndagluggi: Tinna Jóhannsdóttir. Mynd: Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2021 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-45 í Malmö

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Range Servant Challenge mótinu á Áskorendamótaröði Evrópu. Mótið fór fram dagana 13.-16. maí 2021 í Hinton golfklúbbnum í Malmö, Svíþjóð. Aðeins Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurð. Hann lauk keppni T-45 á samtals 4 undir pari, 284 höggum (68 70 76 70) Sjá má lokastöðuna á Range Servant Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Leifur Hafþórsson – 16. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eini karlatvinnukylfingur Íslendinga, sem hefir náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð karla og stolt svo margra í golfíþróttinni hérlendis. Birgir Leifur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Birgir Leifur er fæddur 16. mars 1976 og er því 45 ára. Birgir Leifur lék á Evrópumótaröðinni 2007, en missti keppnisréttinn 2009 vegna meiðsla. Síðan þá hefir hann m.a. keppt á mótum Áskorendamótaraðar Evrópu. Birgir Leifur hefir sigrað nánast allt sem hægt er hérlendis og af mörgu verður hér látið sitja við að hann er sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik. En Birgir Leifur er ekki aðeins einn fremsti kylfingur Íslendinga, heldur einnig framúrskarandi golfkennari, en það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (20/2021)

„Meðalkylfingurinn gengur um 150 km og drekkur fjóra lítra af áfengi á hverju ári. Sem þýðir að kylfingar komast um 38 km á lítranum. “

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu fyrir 57 árum þ.e. 1964. Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 90 ára, á árinu, en hann lést  17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það eð því aðSMELLA HÉR:   Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður. Heiðurskylfingurinn Ken Venturi Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 58 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á The Masters, eftir að hafa verið í efsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2021 | 23:30

NGL: Axel lauk keppni T-27 á Made in HimmerLand mótinu

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, tók þátt í Made in HimmerLand Qualifier by Enjoy Resorts og er hluti af Nordic Golf League (skammst. NGL). Mótið fór fram dagana 12.-14. maí 2021 í Rømø Golf Klub, í Danmörku. Axel lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (72 75 70). Hann deildi 27. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Sjá má lokastöðuna í Made in HimmerLand Qualifier by Enjoy Resorts met því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal – 14. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal, sem af mörgum er talin ein kynþokkafyllsti kvenkylfingur heims. Blair fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og á því 40 ára stórafmæli í dag . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar Lesa meira