Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2021 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-45 í Malmö

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Range Servant Challenge mótinu á Áskorendamótaröði Evrópu.

Mótið fór fram dagana 13.-16. maí 2021 í Hinton golfklúbbnum í Malmö, Svíþjóð.

Aðeins Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurð.

Hann lauk keppni T-45 á samtals 4 undir pari, 284 höggum (68 70 76 70)

Sjá má lokastöðuna á Range Servant Challenge með því að SMELLA HÉR: