Evróputúrinn: Wiesberger sigraði í Danmörku
Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, Made in HimmerLand presented by FREJA. Mótið fór fram dagana 27.-30. maí sl. í HimmerLand, Farsø, Danmörku. Sigurskor Wiesberger var 21 undir pari, 263 högg (66 65 68 64). Í 2. sæti varð Ítalinn Guido Migliozzi, heilum 5 höggum á eftir Wiesberger. Sjá má lokastöðuna á Made in HimmerLand með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson ——– 3. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel var við nám og spilaði golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum, en hann útskrifaðist vorið 2015. Hann er Íslandsmeistari í höggleik 2011 og 2018. Axel sigraði m.a. á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga 2011, 2013 og endurtók leikinn 2018 í mikið styttu móti vegna veðurs. Hann varð stigameistari á Nordic Golf League 2017 og öðlaðist þar með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (31 árs Lesa meira
PGA: Kokrak sigurvegari Charles Schwab Challenge
Það var hinn bandaríski Jason Kokrak, sem stóð uppi sem sigurvegari á Charles Schwab Challenge mótinu, sem var mót vikunnar á bandaríska PGA Tour. Mótið fór fram dagana 27. -30. maí sl. í Fort Worth, Texas. Sigurskor Kokrak var 14 undir pari, 266 högg (65 65 66 70). Kokrak er fæddur 22. maí 1985 í North Bay, Kanada og því 36 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour. Í 2. sæti varð Jordan Spieth, 2 höggum á eftir á samtals 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —— 2. júní 2021
Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og lést 3. febrúar 2015. Sjá með því að SMELLA HÉR: Hann hefði orðið 99 ára í dag. Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Lesa meira
LPGA: Ally Ewing sigraði á Bank of Hope mótinu
Það var Ally Ewing sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA, Bank of Hope LPGA holukeppninni. Hún sigraði hina þýsku Sophíu Popov í úrslitaviðureigninni í holukeppi 2&1. Ally er fædd 25. október 1992 í Tupelo, Mississippi og er því 28 ára. Þetta er 2. sigur hennar á LPGA. Besti árangur á risamóti T-6 árangur á Ana Inspiration 2019. Sjá má öll úrslit í Bank of Hope mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Dagmar Una Ólafsdóttir – 1. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Dagmar Una Ólafsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1981 og því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Dagmar Unu til hamingju með stórafmælið hér að neðan Dagmar Una Ólafsdóttir – 40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (61 árs); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (51 árs); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (44 ára) kólombísk á LPGA;Hansína Þorkelsdóttir, GM, 1. júní 1979 (42 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (33 árs) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (31 árs); Lesa meira
Áskorendamótaröð Evópu: Guðmundur Ágúst varð T-12 á Irish Challenge!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í Irish Challenge, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram 27.-30. maí 2021 á Portmarnock Linkaranum, í Dublin, á Írlandi. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 281 högg (69 71 73 68) og varð T-12, þ.e. deildi 12. sæti með 5 öðrum kylfingum. Hollendingurinn Dan Huinzing sigraði eftir bráðabana við Eduard Rousaud frá Spáni, en báðir voru efstir og jafnir á samtals 9 undir pari, eftir 72 holur. Til þess að sjá lokastöðuna á Irish Challenge SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Árni Sófusson —— 31. maí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Árni Sófusson. Árni Sófusson er fæddur 31. maí 1946 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Árni Sófusson – 75 ára – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (66 ára); Laufey Oddsdótir, 31. maí 1958 (53 ára); Helga Rún Guðmundsdóttir, 31. maí 1970 (51 árs); Janice Moodie, skosk, 31. maí 1973 (48 ára); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (47 ára); Alejandra Llaneza, 31. maí 1988 (33 ára frá Mexíkó, spilar á LPGA) …. og ….. Lesa meira
LPGA: Hægur leikur Ciganda olli tapi hennar
Bank of Hope mótið á LPGA hófst 26. maí sl. en keppnisfyrirkomulag er svipað og á heimsmótinu í holukeppni. Fjórir kylfingar mætast í upphafi móts og er aðeins efsti kylfingur af þessum 4, sem heldur áfram í holukeppni. Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda mætti Söruh Schmelzel og tryggði sér sigur í viðureigninni með fugli. Þegar þær voru að ganga frá skorkortum var Cigöndu tilkynnt að hún hefði tapað leiknum, þar sem hún hefði fengið víti fyrir of hægan leik. Það olli því að hún tapaði og er úr leik. Ciganda vildi ekki tjá sig um málið.
Afmæliskylfingur dagsins: Rubén Alvarez – 30. maí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Rubén Alvarez. Alvarez er fæddur 30. maí 1961 í Pilar, Argentínu og hefði því átt 60 ára merkisafmæli í dag, en hann lést 2014. Hann vann fyrir sér sem kaddý í Buenos Aires áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1986. Hann sigraði 19 sinnum á Tour de las Americas og besti árangur hans í risamóti er T-67 á Opna breska árið 1994. Alvarez var fulltrúi Argentínu tvívegis í heimsbikarnum; 1991 í Róm á Ítalíu og 1992 í Madrid á Spáni. Hann var í 2. sti á San Pablo Open í Brasilíu 1990. Alvarez lést úr krabbameini 9. nóvember 2014, aðeins 53 ára. Aðrir frægir kylfingar Lesa meira










