Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evópu: Guðmundur Ágúst varð T-12 á Irish Challenge!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í Irish Challenge, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram 27.-30. maí 2021 á Portmarnock Linkaranum, í Dublin, á Írlandi.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 281 högg (69 71 73 68) og varð T-12, þ.e. deildi 12. sæti með 5 öðrum kylfingum.

Hollendingurinn Dan Huinzing sigraði eftir bráðabana við Eduard Rousaud frá Spáni, en báðir voru efstir og jafnir á samtals 9 undir pari, eftir 72 holur.

Til þess að sjá lokastöðuna á Irish Challenge SMELLIÐ HÉR: