Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2021 | 18:00

LPGA: Hægur leikur Ciganda olli tapi hennar

Bank of Hope mótið á LPGA hófst 26. maí sl. en keppnisfyrirkomulag er svipað og á heimsmótinu í holukeppni.

Fjórir kylfingar mætast í upphafi móts og er aðeins efsti kylfingur af þessum 4, sem heldur áfram í holukeppni.

Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda mætti Söruh Schmelzel og tryggði sér sigur í viðureigninni með fugli.

Þegar þær voru að ganga frá skorkortum var Cigöndu tilkynnt að hún hefði tapað leiknum, þar sem hún hefði fengið víti fyrir of hægan leik.  Það olli því að hún tapaði og er úr leik.

Ciganda vildi ekki tjá sig um málið.