Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2021 | 18:00

PGA: English sigraði á Travelers e. bráðabana

Það var bandaríski kylfingurinn Harris English, sem stóð uppi sem sigurvegari á Travelers Championship. Mótið fór fram dagana 24.-27. júní 2021 í Cromwell Conneticut. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þeir English og Kramer Hickok efstir og jafnir á samtals 13 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði English betur þegar hann fékk fugl á 8. holu bráðabanans en Hickok tapaði á pari. Þessi átta holu bráðabani er 2. lengsti bráðabani í sögu PGA Tour. Í þriðja sætinu varð síðan Ástralinn Marc Leishman, 1 höggi á eftir þeim English og Hickok á samtals 12 undir pari. Harris English er fæddur 23. júlí 1989 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir. Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 59 ára afmæli í dag! Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi. Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (59 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (36 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (35 ára); Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 1. júlí 1998 (23 ára); Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa(34 ára); Bluessamband Reykjavíkur (35 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Victor Hovland sigraði á BMW Int. Open

Það var norski frændi okkar, Victor Hovland sem sigraði á BMW International Open, sem fram fór 24.-27. júní sl. og var mót vikunnar á Evróputúrnum. Þetta var 1. sigur Hovland á Evróputúrnum Hovland er fæddur 18. september 1997 og því 23 ára. Mótsstaður var Golfclub München Eichenried,  í München, Þýskalandi. Sigurskor Hovland var 19 undir pari, 269 högg (68 67 64 70). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir, varð heimamaðurinn Martin Kaymer á samtals 17 undir pari, 271 högg (70 67 70 64). Kaymer átti stórglæsilegan lokahring 64 högg og var á besta skorinu. Spánverjinn Jorge Campillo varð síðan í 3. sæti á samtals 15 undir pari. Sjá má lokastöðuna í BMW International Open með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason —– 30. júní 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 61 árs afmæli í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 ; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (36 ára) …. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2021 | 18:00

LPGA: Nelly Korda vann fyrsta risatitil sinn á KPMG Women´s PGA meistaramótinu!

KPMG Women’s PGA Championship fór fram 24.-27. júní nú í ár í Johns Creek, Georgíu. Nelly Korda sigraði á mótinu og vann þar með fyrsta risatitil sinn. Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Korda $675,000 (uþb. 85 milljónir). Þetta var 8. atvinnumannssigur Korda og sá 6. á LPGA. Jafnframt var þetta 3. LPGA sigur hennar nú í ár! Áður hefur hún nú í ár sigrað á Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu, 28. febrúar og í Meijer LPGA Classic í síðustu viku (20. júní 2021) Sigurskor Nelly var 19 undir pari, 269 högg (70 – 63 – 68 – 68) og jafnaði hún þar með lægsta skor í þessu 55 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Íslandsmeistarinní holukeppni 2017, Egill Ragnar Gunnarsson. Egill Ragnar er fæddur 29. júní 1996 og á því 25 árs stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Egils Ragnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Egill Ragnar Gunnarsson – 25 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Nielsen 29. júní 1953 (68 ára); Sigurður Pétursson, f. 29. júní 1960, d.  (hefði. orðið 61 árs); Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29. júní 1964 (57 ára); Þórir Tony Guðlaugsson, 29. júní 1969 (52 ára); Hans Steinar Bjarnason, 29. júní 1973 (48 ára); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (45 ára); Jóel Gauti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2021 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín með besta árangur sinn á mótaröðinni – 8. sæti!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni, Open de Bretagne atvinnumótinu, sem fram fór á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi. Mótið er hluti af Challenge Tour sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. GR-ingurinn endaði í 8. sæti sem er besti árangur hans á Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 64-74-67-67, 272 höggum, eða 8 höggum undir pari vallar. Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR voru einnig á meðal keppenda en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2021 | 18:00

GVS: Heiður Björk og Helgi klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) fór fram dagana 23.-26. júní sl. Þátttakendur í ár voru 41 og kepptu þeir í 11 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2021 eru þau Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson. Helstu úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1. sæti Helgi Runólfsson. 2. sæti Adam Örn Stefánsson.   Meistaraflokkur kvenna: 1. sæti Heiður Björk Friðbjörnsdóttir. 2. sæti Sigurdís Reynisdóttir. 3. sæti Oddný Þóra Baldvinsdóttir.   1. flokkur karla: 1. sæti Sverrir Birgisson. 2. sæti Ríkharður Sveinn Bragason. 3. sæti Jóhann Sigurðsson.   1. flokkur kvenna. 1. sæti Guðrún Egilsdóttir. 2. sæti Ingibjörg Þórðardóttir. 3. sæti Hrefna Halldórsdóttir. 2. flokkur karla: 1.sæti Grétar Þór Sigurðsson. 2. sæti Birgir Heiðar Þórisson. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 68 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (72 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (66 ára); Warren Abery 28. júní 1973 (48 ára);  Kollu Keramik (68 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2021 | 22:00

EM einstaklinga 2021: Aron Snær varð í 5. sæti!!!

Evrópumót einstaklinga hjá áhugakylfingum í karlaflokki fór fram dagana 23. – 27. júní 2021 í Frakklandi Þrír íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda. Kristófer Karl Karlsson (GM), Hákon Örn Magnússon (GR) og Aron Snær Júlíusson (GKG). Aron Snær lék frábærlega vel og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall en hann endaði í 5. sæti. Aron Snær lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallar, (67-69-70-65). Christoffer Bring frá Danmörku fagnaði Evrópumeistaratitlinum á -20 undir pari samtals. Lokaúrslit og staða hér: Í aðalmyndaglugga: Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf1