MUNICH, GERMANY – JUNE 27: Viktor Hovland of Norway celebrates celebrates with the winners trophy after the final round of The BMW International Open at Golfclub Munchen Eichenried on June 27, 2021 in Munich, Germany. (Photo by Andrew Redington/Getty Images) ORG XMIT: 775630105 ORIG FILE ID: 1325755335
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Victor Hovland sigraði á BMW Int. Open

Það var norski frændi okkar, Victor Hovland sem sigraði á BMW International Open, sem fram fór 24.-27. júní sl. og var mót vikunnar á Evróputúrnum.

Þetta var 1. sigur Hovland á Evróputúrnum

Hovland er fæddur 18. september 1997 og því 23 ára.

Mótsstaður var Golfclub München Eichenried,  í München, Þýskalandi.

Sigurskor Hovland var 19 undir pari, 269 högg (68 67 64 70).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir, varð heimamaðurinn Martin Kaymer á samtals 17 undir pari, 271 högg (70 67 70 64). Kaymer átti stórglæsilegan lokahring 64 högg og var á besta skorinu.

Spánverjinn Jorge Campillo varð síðan í 3. sæti á samtals 15 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í BMW International Open með því að SMELLA HÉR: