GV: Katrín og Örlygur klúbbmeistarar 2021 – Örlygur í 14. sinn!!!
Í nýliðinni viku (þann 23.-26. júní) fór fram meistaramót GV 2021. Keppt var í 7 flokkum, bæði með og án forgjafar. Veðurskilyrði voru frábær alla keppnisdagana og völlurinn í mjög góðu standi. (Keppendur voru 61). Í kvennaflokki varð Katrín Harðardóttir sigurvegari í 4. sinn. Óskum við henni til hamingju með flottan árangur. Í meistaraflokki karla voru nokkur met sett. Sjaldan hafa jafn margir tekið þátt í flokknum eða 14 manns. Einnig bætti Kristófer Tjörvi Einarsson metið yfir lægsta hring sem spilaður hefur verið í meistaramóti GV, 66 högg. Frábær árangur hjá Kristófer sem á framtíðina fyrir sér í golfíþróttinni. Örlygur Helgi Grímsson varð Vestmannaeyjameistari í 14. sinn eftir mjög gott Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þorbergsson – 27. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Þorbergsson. Ólafur er fæddur 27. júní 1968 og fagnar því 53 ára afmæli í dag!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Catherine Lacoste, 27. júní 1945 (76 ára); David Leadbetter (bandarískur golfkennari) 27. júní 1952 (69 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Golfgrín á laugardegi (26/2021)
Eiginmaðurinn segir við konu sína: „Elskan, hvar eru golfsokkarnir mínir?“ „Hvaða golfsokkar?“ „Nú, þessir með 18 holurnar!„
Afmæliskylfingar dagsins: Rúnar Már Smárason, Haukur Már Ólafsson og Símon Leví Héðinsson – 26. júní 2021
Það eru þrír afmæliskylfingar í dag: Rúnar Már Smárason; Haukur Már Ólafsson, GKG ogog Símon Leví Héðinsson, GOS. Rúnar Már er fæddur 26. júní 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Haukur Már er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, m.a. golfkennari þar og frábær í því, sem og í alla staði. Hann hefir spilað á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni og er mikill Liverpool-aðdáandi. Haukur Már er fæddur 26. júní 1986 og á því 35 ára afmæli. Símon Leví er fæddur 26. júní 1996 og á því 25 ára stórafmæli í dag Hann er í Golfklúbbi Selfoss (GOS) og stundaði nám í FSU. Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til Lesa meira
LET: Guðrún Brá keppir í Hollandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, keppir á LET Evrópumótaröðinni á móti sem fram fer á Rosendaelsche golfvellinum í Hollandi. Mótið heitir Big Green Egg Open. Mótið í Hollandi er fjórða mótið hjá Guðrúnu Brá á þessu tímabili. Hún náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni um s.l. helgi þar sem hún endaði í 33. sæti á 4 höggum undir pari samtals í Tékklandi . Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit. Á nýuppfærðum listum hefur Íslandsmeistari síðustu þriggja ára farið upp um 51 sæti á heimslistanum og 21 sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Guðrún Brá er sem stendur í sæti nr. 871 á heimslistanum og fer upp um 51 Lesa meira
NGL: Axel úr leik á Halmstad Challenge
Axel Bóasson, GK, tók þátt í Halmstad Challenge by Padlepitch, sem fram fór í Halmstad Golfklubb í Svíþjóð, dagana 22.-24. júní 2021. Axel lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (77 73) bætti sig um 4 högg 2. keppnisdag, en það dugði ekki til. Niðurskurður miðaðist við 2 yfir pari eða betra og Axel því úr leik. Sigurvegari mótsins var Nicolai Nöhr Madsen, sem lék á samtals 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Halmstad Challenge með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 69 ára afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Hrafnkell er kvæntur Ástu Margréti Jónsdóttur. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (69 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn (101 árs); Ervin Szalai (57 ára); Vance Veazey, 25. júní 1965 (56 ára); Paul Affleck 25. Lesa meira
18 golfkennaranemar útskrifuðust 17. júní sl.
PGA golfkennaraskólanum var slitið í dag með formlegri athöfn í íþrótttamiðstöð GKG. Alls voru 18 golfkennaranemar útskrifaðir sem fullgildir PGA kennarar. Þetta er í fimmta sinn sem PGA á Íslandi útskrifar PGA golfkennara á Íslandi en félagið hefur alfarið séð um menntun golfkennara á Íslandi frá árinu 2006. Þetta er í fyrsta sinn PGA kennarar ljúka námi hér á landi þar sem stuðst er við European Education Level System (EELS). Gríðarleg aukning hefur verið í golfíþróttinni á Íslandi og margföld aukning hefur verið í þátttöku almennings á undanförnum 15 árum. Þörfin fyrir PGA kennara er mikil. Með 18 nýjum PGA golfkennurum hefur PGA á Íslandi útskrifað alls 60 fullgilda PGA Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ólöf María Jónsdóttir og Billy Caspar – 24. júní 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Billy Caspar og Ólöf María Jónsdóttir. Billy Caspar (uppnefndur Buffalo Bill) var fæddur 24. júní 1931 í San Diego, Kaliforníu og hefði því átt 90 ára merkisafmæli í dag en hann lést 7. febrúar 2015. Caspar á í beltinu 71 sigra sem atvinnumaður þar af 51 á PGA Tour, sem er gerir Caspar að þeim manni sem sigrað hefir 7. oftast á PGA Tour. Af þessum sigrum Caspar eru 3 á risamótum: hann sigraði á Masters 1970 og Opna bandaríska 1959 og 1966. Billy Caspar gerðist atvinnumaður í golfi 1954. Hann var kvæntur Shirley (1952 til dauðadags) og átti með henni 11 börn. Ólöf María fyrsti Lesa meira
LPGA: Nelly Korda sigraði á Mejers Classic
Það var Nelly Korda, sem stóð uppi sem sigurvegari á Mejers Classic mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA. Mótið fór fram dagana 17.-20. júní 2021 í Grand Rapids, Michigan. Sigurskor Korda var 25 undir pari, 263 högg (68 – 66 – 62 – 67). Hún átti 2 högg á þá sem næst kom, en það var annar írsku tvíburana Leona Maguire. In Gee Chun frá S-Kóreu og hin bandaríska Brittany Altomare deildu síðan 3. sætinu á samtals 21 undir pari, hvor. Nelly er fædd 28. júlí 1998 og er því 22 ára. Þetta er 8. sigur Nelly Korda og sá 6. á LPGA. Sjá má lokastöðuna á Mejers Classic Lesa meira










