Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2021 | 18:00

PGA: English sigraði á Travelers e. bráðabana

Það var bandaríski kylfingurinn Harris English, sem stóð uppi sem sigurvegari á Travelers Championship.

Mótið fór fram dagana 24.-27. júní 2021 í Cromwell Conneticut.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þeir English og Kramer Hickok efstir og jafnir á samtals 13 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði English betur þegar hann fékk fugl á 8. holu bráðabanans en Hickok tapaði á pari. Þessi átta holu bráðabani er 2. lengsti bráðabani í sögu PGA Tour.

Í þriðja sætinu varð síðan Ástralinn Marc Leishman, 1 höggi á eftir þeim English og Hickok á samtals 12 undir pari.

Harris English er fæddur 23. júlí 1989 og því 31 árs. Þetta var 8. atvinnumannssigur hans og 4. sigur English á PGA Tour.

Sjá má lokastöðuna á Travelers með því að SMELLA HÉR: