Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2012 | 07:00

PGA: Andres Romero leiðir á Reno-Tahoe – hápunktar og högg 1. dags

Í Montreux Golf & Country Club, í Renon Nevada hófst í gær Reno-Tahoe mótið.

Spilað er eftir afbrigði af Stabbleford punktakerfinu (ens. Modified Stabbleford) þar sem gefnir eru 8 punktar fyrir albatross, 5 punktar fyrir örn, 2 punktar fyrir fugl, 0 punktar fyrir par.  Síðan eru gefnir mínus punktar fyrir verra en par eða -1 punktur fyrir skolla og -3 fyrir skramba.

Reno-Taho mótið er eina mótið á PGA mótaröðinni þar sem spilað er skv. punktakerfi.

Það er Argentínumaðurinn Andres Romero, sem er í forystu á mótinu eftir 1. dag. Romero komst í fréttirnar á Opna breska vegna kylfubera síns, en það var enginn annar en knattspyrnumaðurinn Carlos Tevez, hjá Manchester City.   Ekki fylgir sögunni hvort Tevez hafi verið kaddý Romero í Reno-Tahoe, en telja verður að um einstakan atburð hafi verið að ræða.  Hann er með 14 punkta.

Í 2. sæti er Seung Yul Noh frá Suður-Kóreu, á 13 punktum.

Til þess að sjá stöðuna á Reno-Tahoe mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á Reno-Tahoe mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Reno-Tahoe mótinu, sem Pádraig Harrington átti SMELLIÐ HÉR: