Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 10:15

Evróputúrinn: Matteo Manassero sigraði með erni eftir 3 holu bráðabana við Oosthuizen!!!

Það var æsilegur endir á Barclays Singapore Open.  Ítalska táningnum Matteo Manassero tókst að knýja fram umspil við Louis Oosthuizen á 72. og síðustu holu venjulegs hringjafjölda í 4 hringja móti,  þar sem hann fékk frábæran fugl, eins og hann hafði reyndar fengið tvo dagana þar áður.  En það var svolítið annað að gera þetta undir pressu.

Eftir 4 spilaða hringi voru Oosthuizen og Manassero jafnir á 13 undir pari, 271 höggi; Manassero (70 68 64 69) og Oosthuizen (70 69 65 67).

Oosthuizen og Manassero fóru því í bráðabana. Á fyrstu holu umspils, sem var sú 18. fengu báðir par – en báðir voru þar áður búnir að fá fugl á hana. Það varð því að spila holuna aftur … og aftur fengu báðir par. Þegar 18. holan var spiluð í 3. sinn fékk Oosthuizen fugl…. og Matteo Manassero ÖRN!!!  … og sigraði þar með Barclays Singapore Open 2012!!!

Í 3. sæti varð Rory McIlroy á 10 undir pari, samtals 274 höggum (70 70 69 66). Í 4. sæti varð síðan Thomas Björn á 9 undir pari, samtals 275 höggum (66 67 74 68).

Fimmta sætinu deildu síðan þeir Adam Scott  og Francesco Molinari  á samtals 8 undir pari, 276 höggum, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Barclays Singapore Open SMELLIÐ HÉR: