
Evróputúrinn: Matteo Manassero yngstur til að vinna 3 titla – nokkrar staðreyndir
Ítalski táningurinn Matteo Manassero varð í gær sá yngsti til að hafa sigrað í 3 mótum á Evrópumótaröðinni, eftir að hann sigraði glæsilega á Barclays Singapore Open á Sentosa golfstaðnum í Singapore. Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á Matteo Manassero, sem sjá má með því að smella hér: Manassero 1 Manassero 2 Manassero 3 Manassero 4 Manassero 5
Hér eru nokkrar staðreyndir um Matteo Manassero:
• Þetta er þriðji sigur hans á Evrópumótaröðinni eftir 70 mót, sem hann hefir spilað í á Evrópumótaröðinni.
• Með sigrinum fer hann í 13. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar með verðlaunafé upp á €1,493,688. Með þessu fer hann yfir €1 milljón markið á einu keppnistímabili.
• Hann er nú þegar með metið sem yngsti og næstyngsti sigurvegari á Evrópumótaröðinni. Hann var 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á CASTELLÓ MASTERS í Costa Azahar 2010 og 17 ára og 363 daga gamall þegar hann sigraði á Maybank Malaysian Open 2011. Nú var hann 19 ára og 206 daga þegar hann vann 3. titil sinn í Barclays Singapore Open, 2012. Þetta þýðir að 3 titlar hans á Evróputúrnum koma honum í 1., 2. og 8. sætið yfir yngstu opinberu sigurvegara á mótum í sögu Evrópumótaraðarinnar.
• Hann er auk þess fyrsti táningurinn til þess að hafa sigrað þrívegis á Evrópumótaröðinni.
• Þetta er þriðja árið hans í röð á Evrópumótaröðinni og hann hefir á hverju ári sigrað í móti á mótaröðinni.
• Sigurinn er besti árangur hans 2012, en sá næstbesti var 2. sætið á Open de Andalucía Costa del Sol.
• Þetta er 7. skiptið sem hann nær topp-10 árangri. Þetta er besti árangur hans á 1 keppnistímabili.
• Hann er yngsti sigurvegari the Barclays Singapore Open, aðeins 19 ára og 206 daga ungur.
• Hann er fyrsti Ítalinn til þess að sigra á the Barclays Singapore Open.
• Manassero sigrar á Barclays Singapore Open, eftir að hafa einungis tvívegis tekið þátt í því.
• Sigurinn er besti árangur hans hingað til á the Barclays Singapore Open, besti árangurinn hingað til var T-45.
• Hann er aðeins 2. leikmaðurinn á þessu keppnistímabili til þess að ná erni á par-5 braut. Peter Hanson er hinn, en hann fékk örn á par-5u á KLM Open.
AÐRAR STAÐREYNDIR:
• Sigurinn er 11. sigur tánings í sögu Evrópumótaraðarinnar. (Seve Ballesteros sigraði árið 1976 Trophée Lancôme, en það var ekki opinbert mót á sínum tíma).
• Þetta er 18. ítalski sigurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar, en af 18 sigrum á Manasseru 1/6 hluta eða 3).
• Þetta er 2. ítalski sigurinn á 2012 keppnistímabilinu en Francesco Molinari sigraði 2012 á Reale Seguros Open de España.
• Matteo Manassero er jafn Francesco Molinari í 2. sæti yfir þá ítalska kylfinga sem sigrað hafa oftast á Evrópumótaröðinni – Costantino Rocca á enn metið með 5 sigra.
• Þetta er í 2. skiptið af 3 sigrum hans þar sem hann hefir verið í forystu eða deilt forystu fyrir lokahringinn. Síðasta mót sem þannig var ástatt með Manassero var árið 2011 á Maybank Malaysian Open.
• Þetta er annar sigur Manassero sem atvinnumanns í Austurlöndum fjær, fyrri sigurinn var á Maybank Malaysian Open, 2011.
• Með sigrinum hlýtur Manassero þátttökurétt í Volvo Golf Champions 2013, 2013 WGC – Bridgestone Invitational og 2013 WGC – HSBC Champions.
* Hann hlýtur kortið sitt á Evróputúrnum til 2014.
• Þetta er stærsta verðlaunafjárhæð sem Matteo hefir hlotið eða €770,226.
• Hann er kominn yfir €3 milljónir í verðlaunafé á Evrópumótaröðinni (og það innan við 20 ára aldurinn). i
• Þetta er 3. sigur Matteo Manassero sem atvinnumanns.
Heimild: Golf By Tour Miss
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024