Viðtalið: Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ
Viðtalið í kvöld er við núverandi varaforseta GSÍ, sem gefið hefir kost á sér í komandi forsetakjöri GSÍ. Varaforsetinn hefir verið viðloðandi GSÍ, fyrst sem almennur starfsmaður Golfsambandsins og síðan við stjórnarsetu óslitið í tæpan áratug. Þing GSÍ hefst n.k. föstudag, 22. nóvember 2013. Hér er viðtalið við forsetaframbjóðandann: Fullt nafn: Haukur Örn Birgisson. Klúbbur: GO og svo er ég með aukaaðild í GF. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 3. desember 1978. Hvar ertu alinn upp? Í Breiðholtinu, ég bjó þar til 25 ára aldurs, þar til ég kláraði námið, þá flutti ég að heiman. Í hvaða starfi ertu? Ég er hæstaréttarlögmaður. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og Lesa meira
Birgir Leifur með 73 högg 2. daginn
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, sem hófst í gær. Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex. 19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti halda áfram á lokaúrtökumótið. Því miður gekk ekki eins vel 2. daginn hjá Birgi Leif og í upphafi. Hann lék á 1 yfir pari, 73 höggum í dag og er því samtals búinn að spila á 2 undir pari, 142 höggum (69 73). Birgir Leifur fékk 3 skolla og 2 fugla og er 4 höggum á eftir þeim sem eru í 12.-19. sæti, en Lesa meira
R&A og USGA samþykkja breytingar á golfreglum
Sem hluta viðvarandi skuldbindingar til þess að skapa meiri gegnsæji á golfreglunum tilkynntu R&A og USGA, reglusetningaryfirvöld golfíþróttarinnar, í gær breytingar á 2012-2013 útgáfu golfregluákvarðananna. Breytingarnar eru hluti af tveggja ára endurskoðun á ákvörðununum og ganga þessar breytingar í gildi 1. janúar 2014. „Ákvarðanir varðandi golfreglurnar 2014-2015″ innihalda meira en 1200 dæmi um tiltekin atvik, sem snerta golfreglurnar. Alls hafa 87 breytingar verið gerðar á Ákvarðannabókinni 2012-2013; 3 nýjar ákvarðanir taka gildi, 59 hefir verið breytt, ein ákvörðun hefir hlotið nýja tölusetningu meðal golfreglnanna og 24 ákvarðanir hafa verið felldar úr gildi. „Golfreglurnar eru í stöðugri þróun“ sagði Thomas Pagel, yfirframkvæmdastjóri USGA hvað snertir golfreglurnar. „Endurskoðunin á ákvörðunum er tækifæri Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Thidapa Suwannapura – 20. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Thidapa Suwannapura. Suwannapura er fædd 20. nóvember 1992 og á því 21 árs afmæli í dag. Hún spilaði keppnistímabilið 2012 á LPGA, en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (84 ára); Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (41 árs afmæli; Rahman Siddikur, 20. nóvember 1984 (29 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira
Haukur Örn Birgisson varaforseti GSÍ og frambjóðandi í forsetakjöri GSÍ: „Það þarf að gera ákveðnar breytingar“
Þegar ég tók ákvörðum um að sækjast eftir því að verða kjörinn forseti Golfsambands Íslands fór ég að heyra þessa setningu endurtekna. Nokkrir hafa sagt við mig að ég þurfi að beita mér fyrir breytingum, ætli ég mér að verða kjörinn forseti sambandsins. Ég er sammála því. Hinn almenni kylfingur Hér þarf að gera ákveðnar breytingar. Golfhreyfingin samanstendur af hinum almenna kylfingi sem heldur uppi starfi golfhreyfingarinnar, hvort sem það er starf klúbbanna eða golfsambandsins. Hinn almenni kylfingur ýmist borgar brúsann eða leggur til vinnuna, nánast undantekningarlaust í sjálfboðavinnu. Rúmlega 99% af félagsmönnum í golfhreyfingunni má setja í hóp hins almenna kylfings. (Af 16.602 félagsmönnum eru einungis 72 kylfingar með Lesa meira
Glæsileg byrjun Birgis Leifs!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina. Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex. Birgir Leifur átti rástíma kl. 9:03 að staðartíma (sem var kl. 14:03 að okkar tíma hér heima á Íslandi.) 19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti halda áfram á lokaúrtökumótið. Sem stendur lítur allt vel út hjá Birgi Leif, en hann lék á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum!!! ….. og deilir 18. sætinu. Hann missti hvergi högg, fékk 3 fugla og 15 pör. Glæsilegt !!! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. Lesa meira
Horowitz kynnir nýja bók sína
Oliver Horovitz er rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og kylfusveinn á „Old Course“ í St. Andrews í Skotlandi. Oliver er væntanlegur til landsins og mun halda kynningu á bók sinni, „An American Caddie in St. Andrews“ í Víkingasal 4, á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Auk þess að gefa út bókina „An American Caddie in St. Andrews“ hefur hann skrifað um reynslu sína sem kylfusveinn fyrir tímaritin Sports Illustrated, Golf World og Golf Digest. Horovitz útskrifaðist frá Harvard College 2008. Áður en hann hóf nám við Harvard nam hann í eitt ár við Univeristy of St. Andrews, þar sem að hann lék með golfliði skólans. Árið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Hann er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 76 ára afmæli í dag!!! Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Nú nýlega var Ingvi Rúnar í fréttum vegna þess að hann er stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Sjá með því að SMELLA HÉR: Ingvi Rúnar er kvæntur, á 3 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu Lesa meira
Tiger og Lindsey á fótboltaleik
Tiger og Lindsey fóru saman á NFL leik þ.e. leik Denver Broncos og Kansas City Chiefs, í bandaríska ruðningsboltanum. Þetta var stærsti leikur á keppnistímabili NFL að svo komu máli. Bæði voru dúðuð enda fremur kalt á leikvanginum og horfðu á Denver Broncos sigra Kansas City Chiefs 27-17. Uppáhaldslið Tiger er eiginlega Oakland Raiders en Lindsey er mikil áhangandi Broncos. Enda var það Lindsey sem dró Tiger á leikinn og skemmti sér konunglega sbr. skilaboð hennar á Instagram þar sem hún lét fylgja nokkrar myndir af þeim: ‘Having a blast at the Broncos game! #gobroncos’.
Stenson tekur ekki þátt í SA Open
Henrik Stenson á titil að verja á 103. South African Open Championship, en hann hefir nú dregið sig úr mótinu og hefir borið fyrir sig meiddan úlnliðinn. Maðurinn, hvers félagar segja hann besta kylfing í heimi, var búinn að staðfesta þátttöku sína í mótinu í september en síðan þá hefir úlnliðurinn bara versnað ef eitthvað er. Stenson sagði mótshöldurum að honum þætti leitt að mæta ekki í tölvupósti. „Þrátt fyrir frammistöðu mín í Dubaí er ég enn með áhyggjur af úlnlið mínum og hann þarfnast hvíldar,“ sagði Stenson. „Ég geri mér grein fyrir að þetta eru vonbrigði fyrir skipuleggjendur mótsins og áhangendur mína, en þessi ákvörðun var afar erfið fyrir Lesa meira










