Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2013 | 20:00

Glæsileg byrjun Birgis Leifs!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina.

Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex.

Birgir Leifur átti rástíma kl. 9:03 að staðartíma (sem var kl. 14:03 að okkar tíma hér heima á Íslandi.)

19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti halda áfram á lokaúrtökumótið.

Sem stendur lítur allt vel út hjá Birgi Leif, en hann lék á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum!!!  ….. og deilir 18. sætinu.  Hann missti hvergi högg, fékk 3 fugla og 15 pör.  Glæsilegt !!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag úrtökumótsins á Southern Hills Plantation SMELLIÐ HÉR: