Haukur Örn Birgisson. President of the Icelandic Golf Union. Photo: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2013 | 20:00

Viðtalið: Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ

Viðtalið í kvöld er við núverandi varaforseta GSÍ, sem gefið hefir kost á sér í komandi forsetakjöri GSÍ. Varaforsetinn hefir verið viðloðandi GSÍ, fyrst sem almennur starfsmaður Golfsambandsins og síðan við stjórnarsetu óslitið í tæpan áratug.  Þing GSÍ hefst n.k. föstudag, 22. nóvember 2013. Hér er viðtalið við forsetaframbjóðandann:

Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ og frambjóðandi til forsta GSÍ. Mynd: Golf 1

Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ og frambjóðandi til forsta GSÍ. Mynd: Golf 1

Fullt nafn:   Haukur Örn Birgisson.

Klúbbur:   GO og svo er ég með aukaaðild í GF.

Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist í Reykjavík, 3. desember 1978.

Hvar ertu alinn upp?   Í Breiðholtinu, ég bjó þar til 25 ára aldurs, þar til ég kláraði námið,  þá flutti ég að heiman.

Í hvaða starfi ertu?  Ég er hæstaréttarlögmaður.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?     Ég á konu og 2 börn; eins árs stelpu og þriggja ára strák.  Af okkur fjórum er það, fyrir utan mig,  3 ára strákurinn minn sem er duglegastur að spila en hann á plastkylfur, sem hann leikur sér með á Flúðum.  Hann á tvö sett. Ég er búinn að reyna að ná konunni í golf og hef gefið henni nokkur golfsett – en þau standa óhreyfð inni á bílskúrsgólfi. Ég hef sagt henni að ef hún ætli sér að sjá fjöskylduna verði hún að byrja í golfi, því á golfvellinum munum ég og börnin vera í framtíðinni, þannig að hún getur ekki haldið mótþróanum áfram endalaust. Enn sem stendur er enginn áhugi hjá henni.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?   Ég byrjaði ungur 9-11 ára, fyrst vegna þess að foreldrar mínir voru í golfi og mikið á Flúðum – ég fór einstöku sinnum í golf á ári – en spilaði ekkert af alvöru fyrr en 18 ára. Eitt sumar,  þegar ég var 14-15 ára var ég í Kili, þegar pabbi var þar, en síðan hef ég verið í Oddi og í Golfklúbbi Flúða.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?    Foreldrar mínir voru í golfi. Pabbi byrjaði og þannig kviknaði sá áhugi. Það er svo mikið golf kringum Flúðir, þar við eum með bústað.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Ef ég á að vera heiðarlegur þá eru það skógarvellir. Ég hef spilað meira á Spáni og í Flórída en  skosku strandvellina. Ég hlakka samt til að breyta því og spila meira á Bretlandseyjum.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Holukeppni. Holukeppni er svona „ongoing“ kepppni á hverri einustu holu , meðan höggleikurinn er  gerður upp í lokin. Holukeppnin er í raun síendurtekin keppni allan golfhringinn.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?     Af 18 holu völlunum er það heimavöllurinn, Urriðavöllur, en af 9 holu völlunum er það Geysir í Haukadal. Síðan líkar mér líka sérstaklega vel við Brautarholtsvöll og Vestmannaeyjavöll.

Par-3 13. brautin á Urriðavelli, uppáhaldsgolfvelli Hauks Arnar á Íslandi. Mynd: Golf 1

Par-3 13. brautin á Urriðavelli, uppáhaldsgolfvelli Hauks Arnar á Íslandi. Mynd: Golf 1

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi?  Ég, hef spilað alla 18 holu vellina.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  TPC Sawgrass og síðan Prestwick í Skotlandi – hann hefir ekkert breyst í 100 ár, en þar eru eldgamlar holur , mjög sérstakur völlur.

17. brautin á TPC Sawgrass - einum uppáhaldsgolfvelli Hauks Arnar erlendis

17. brautin á TPC Sawgrass – einum uppáhaldsgolfvelli Hauks Arnar erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Sérstæðasti? Ætli það sé ekki Prestwick. Það er  svo mikið af skrýtnum holum og svo fornum og þeim hefir ekki verið breytt.  Á einni par-3  holunni er t.a.m. hóll  beint fyrir framan teig og kringlótt skilti upp á honum með stefnuvísi hvar flötin sé.  Svona holur eru bara ekki gerðar lengur í dag.

Hóll beint fyrir framan teig á par-3 braut á Prestwick? Hauki Arnari finnst Prestwik og fornu holurnar þar einhverjar þær sérstökustu sem hann hefir spilað.

Hóll beint fyrir framan teig á par-3 braut á Prestwick? Hauki Arnari finnst Prestwik og fornu holurnar þar einhverjar þær sérstökustu sem hann hefir spilað.

Hvað ertu með í forgjöf?  3,9.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    Lægsta skorið er 3 undir par á Urriðavelli, 69 högg meðan völlurinn var par-72 en hann  er par- 71 í dag. Þetta var í ágúst 2004 og í fyrsta sinn sem ég spilaði undir pari og undir 70.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?    (Innskot: Hér er Haukur Örn of hógvær en hann sagði: „Ég hef nánast ekkert afrekað í golfi.“) Það er hins vegar ekki rétt og nægir þar að nefna fjöldamörg lögmannagolfmeistaramót, sem hann hefir sigrað í, en þess bera fjölmargir bikarar á skrifstofu hans vitni.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei, ég ætlaði að gera það í sumar en það tókst ekki. Pabbi farið 4 sinnum  holu í höggi, sem fer mjög í taugarnar á mér, þó ég samgleðjist honum, auðvitað.

Spilar þú vetrargolf? Ég get ekki sagt það.  Yfirleitt spila ég ekki golf fyrr en í lok apríl og er hættur í lok september.  Foreldrar mínir gera þetta mikið á Flúðum. Ég hef þá reglu að ég spila helst ekki golf í undir 10 gráðu hita.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?     Vatn, banana og golfbar próteinstöng.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Já, já ég æfði fótbolta alla yngri flokkana og hand- og körfubolta með ÍR, Val og Gróttu.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?    Uppáhaldsmatur minn er  hreindýr;  uppáhaldsdrykkurinn er Appelsínutoppur; uppáhaldstónslist er rokk; uppáhaldskvikmynd: „The Empire strikes back“ – sem var 5. Star Wars myndin;  Uppáhaldsbók:  Sú sem ég er að lesa hverju sinni og að þessu sinni er það „The Greatest Game Ever Played“ eftir Mark Frost.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk:  Ég var alltaf svolítið hrifinn af Natalie Gulbis, en ég fylgdist með henni í Solheim Cup  2007, en ætli sú sem er í mestu uppáhaldi sé ekki Annika Sörenstam.  Kk:  David Duval.

Haukur Örn. Mynd: gsimyndir.net

Haukur Örn. Mynd: gsimyndir.net

Hvert er draumahollið?   Ég og…. David Duval, Tiger og konan mín – það myndi þýða að hún sé byrjuð í golfi.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?  Allar kylfurnar mínar eru Titleist. Uppáhaldskylfan er 52° Vokey wedge-inn – Mér líður best með henni.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, Magnúsi Birgissyni og Derrick Moore.

Ertu hjátrúarfullur?    Nei, í prinsippinu er ég það ekki.  En kannski svolítið ég merki boltann minn alltaf eins og sný honum eins þegar ég pútta.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Í golfinu er það að fara holu í höggi að verða forseti GSÍ – meginmarkmiðið er þó að fara holu í höggi. Í lífinu er það að vera góður pabbi.

Hvað finnst þér best við golfið?  Félagsskapurinn – að fá tækifæri til að verja 4-5 klst með vinum sínum.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    80%  – spilamennska mín ræðst algjörlega af því hvernig ég er stemmdur hverju sinni.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?     Að horfa á boltann.