
Stenson tekur ekki þátt í SA Open
Henrik Stenson á titil að verja á 103. South African Open Championship, en hann hefir nú dregið sig úr mótinu og hefir borið fyrir sig meiddan úlnliðinn.
Maðurinn, hvers félagar segja hann besta kylfing í heimi, var búinn að staðfesta þátttöku sína í mótinu í september en síðan þá hefir úlnliðurinn bara versnað ef eitthvað er.
Stenson sagði mótshöldurum að honum þætti leitt að mæta ekki í tölvupósti.
„Þrátt fyrir frammistöðu mín í Dubaí er ég enn með áhyggjur af úlnlið mínum og hann þarfnast hvíldar,“ sagði Stenson.
„Ég geri mér grein fyrir að þetta eru vonbrigði fyrir skipuleggjendur mótsins og áhangendur mína, en þessi ákvörðun var afar erfið fyrir mig. Ég elska þetta mót og hlakka alltaf til að koma og verja titil.“
„Því miður í okkar bissness verðum við að vera mjög á verði gagnvart meiðslum og fara varlega í að gera orðinn hlut ekki verri. Ég óska öllum sem þátt taka í ár á SA Open frábærs móts.“
Formaður mótsins Khaya Ngqula sagðist skilja Stenson og að hann virti afstöðu hans.
„Ég er vonsvikinn yfir að stuðningsaðilar SA Open munu ekki fá tækifæri til þess að sjá nr. 1 í Evrópu spila en við verðum að virða ákvörðun Henrik og óska honum skjóts bata,“ sagði Ngqula.
„Það að hann dregur sig úr mótinu þýðir að einn af þeim 361 sem þátt vildu taka í mótinu fær tækifæri. Við erum enn ákaflega spennt fyrir 103. mótinu þar sem við munum sjá sigurvegara the Masters 2011, Charl Schwartzel spila sem og tvöfaldan sigurvegara Opna bandaríska, Retief Goosen, fyrirliða Ryder Cup 2014 Paul McGinley og meistara Opna breska David Duval spila meðal annarra sterkra heimamanna og alþjóðlegra kylfinga.“
103. SA Open Championship fer fram 21.-24. nóvember í Glendower golfklúbbnum.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi