Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 20:30

Paul McGinley: „Ég er fyrirliði Ryder Cup en ekki Guð!“

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup, Paul McGinley, skriftaði að hann væri ekki Guð og ekki væri hægt að ætlast til af honum að hann andi stöðugt ofan í hálsmálið á Rory McIlroy og öðrum þvílíkum, sem reyna að komast í lið hans á Gleneagles. Þó Rory hafi ekki unnið í Abu Dhabi, þá hefir hann ekki sést jafnhátt á skortöflu mestallt árið 2013. Rory er nú nr. 7 á heimslistanum eftir T-2 árangur sinn í Abu Dhabi og sá árangur hefir orðið til þess að hann er í 7. sæti á stigatöflu þeirra sem komast í evrópska Ryder Cup liðið. Og meðan McGinley er auðvitað ánægður með að Rory Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 19:30

Ólafur Björn á 4 yfir pari eftir 1. dag í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, NK,  lék 1. hring sinn á úrtökumótinu fyrir Latino América NEC Series í dag. Hann átti vægast sagt erfiðan hring á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club í Sebring, Flórída. Ólafur Björn spilaði á 4 yfir pari, 76 höggum.  Hann fékk fugl, 3 skolla og skramba. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag úrtökumótsins í Sebring SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 18:00

Þórður Rafn á 3 yfir pari eftir 1. dag í Tyrklandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur um þessar mundir þátt í Sueno Dunes Classic mótinu, sem fram fer í Tyrklandi, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótarðinni. Þórður spilaði 1. hring á 3 yfir pari, 72 höggum og deilir 49. sæti ásamt 10 öðrum, en 90 þátttakendur eru í mótinu. Á hringnum fékk Þórður Rafn 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá stöðuna á Sueno Dunes Classic eftir 1.dag  SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 15:00

Karlsson hittir í mark

Robert Karlsson sýndi að hann geti enn hitt á skotmörkin ….. í þetta sinn var hann að skjóta leirdúfur í Doha til að hita upp fyrir mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, Commercial Bank Qatar Masters, sem hefst nú á miðvikudaginn (keppnin stendur til laugardags). Karlsson, sem sigraði í mótinu í Doha Golf Club árð 2010, sýndi mikla nákvæmni með rifflinum en hinn 11-faldi sigurvegari á Evrópumótaröðinni hitti misjafnlega uppsett skotmörk á leirdúfudkotæfingum. „Mér finnst gaman að skjóta. Pabbi kenndi mér það þegar ég var lítill en ég varð aðeins meira hikandi þegar ég varð eldri. Síðan var ég í hernum og lærði almennilega á vopn þar,“ sagði hinn 44 ára Karlson. Karlson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 13:00

GK: Þorrablót Keilis 24. janúar nk.

Þorrablót Keilis verður haldið föstudaginn 24. janúar n.k. (bóndadaginn) í Golfskála Keilis. Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju verður boðið upp á hákarl og brennivín í startið. Borðhald hefst kl. 20:00 og á boðstólum verða þorramatur og glæsileg skemmtiatriði. Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti en aðeins verða seldir 65 miðar. Miðaverð er kr. 4.500,-    Skráning á keilir@keilir.is    

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2014

Það er Silja Rún Gunnlaugsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Silja Rún er fædd 20. janúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Silja Rún er Hafnfirðingur, systir Bjarna Þórs og Kristínar Fjólu og svilkona Rannveigar Sig.  Hún er gift Friðrik Sturlusyni og eiga þau 2 syni. Komast má á facebooksíðu Silju Rún til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Silja Rún Gunnlaugsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Tom Carter, 20. janúar 1968 (46 ára); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (44 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (42 árs); Derek Fathauer, 20. janúar 1986 (27 ára)…. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Julie Tvede – (11/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg:     Fiona Puvo, Krista Bakker, Julie Tvede  og Elina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 13:00

Ólafur Björn hefur leik á úrtökumóti fyrir Latino América NEC Series í dag

Ólafur Björn Loftsson, NK,  hefur leik á úrtökumóti fyrir suður-ameríska hluta PGA Tour, en komist Ólafur Björn á þá mótaröð, veitir það honum færi á að komast á bestu mótaröð heims bandarísku PGA Tour. Úrtökumótið fer fram í Flórída, dagana 20.-24. janúar 2013, nánar tiltekið á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club í , Sebring, Flórída. Keppnin sjálf hefst 21. janúar og stendur í 4 daga.  Þátttakendur eru 132 frá 15 ríkjum þ.e. 98 frá Bandaríkjunum; 7 frá Kanada; 6 frá Englandi; 5 frá Mexíkó; 4 frá Svíþjóð; 3 frá Venezuela; 2 frá Þýskalandi ; 2 frá Írlandi; 2 frá Panama; 1 frá Austurríki; 1 frá Brasilíu; 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 11:30

GG: Halldór Einir nýr formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fór fram í fyrradag (18. janúar 2014)  í golfskála klúbbsins að Húsatóftum. Halldór Einir Smárason var kjörinn nýr formaður klúbbsins. Fráfarandi formaður, Páll Erlingsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en hann tók við sem formaður GG árið 2008. Halldór Einir hefur gengt embætti varaformanns undanfarin tvö ár. 28 félagar sátu aðalfundinn. Afkoma klúbbsins á rekstrarárinu 2013 var hagnaður upp á 911 þúsund kr. Rekstrartekjur voru 40,2 m.kr. en rekstrargjöld 37,3 m.kr. Eftir fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld stóð eftir 911 þúsund kr. í hagnað. Efnahagsstaða klúbbsins er nokkuð erfið eftir kostnaðarsamar framkvæmdir á undanförnum árum. Heildarskuldir klúbbsins nema um 20 milljónum króna. Húsatóftavöllur stækkaði í 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 10:00

Champions Tour: Langer sigraði

Það var Bernhard Langer sem stóð uppi sem sigurvegari á Mitsubishi Electric Championship í Kaupulehu-Kona á Hawaii í gær. Hann átti 3 högg á helstu keppinauta sína þá Fred Couples og Jeff Sluman; í 4. sæti varð Jay Haas og í 5. sæti „golfbrúðgumi dagsins“ Rocco Mediate. Hinn 56 ára Þjóðverji (Langer) átti annan 64-högga hringinn sinn í röð á lokahringnum á þessu 35. opnunarmóti Champions Tour. Alls spilaði Langer hringina 3 á samtals 22 undir pari, 196 höggum (66 64 64). „Þetta er nýtt ár og markmið mitt var að komast yfir hindrunina og sigra eins fljótt og mörgulega,“ sagði Langer, sem vann mótið fyrir 5 árum síðast. „Ég er Lesa meira