
Paul McGinley: „Ég er fyrirliði Ryder Cup en ekki Guð!“
Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup, Paul McGinley, skriftaði að hann væri ekki Guð og ekki væri hægt að ætlast til af honum að hann andi stöðugt ofan í hálsmálið á Rory McIlroy og öðrum þvílíkum, sem reyna að komast í lið hans á Gleneagles.
Þó Rory hafi ekki unnið í Abu Dhabi, þá hefir hann ekki sést jafnhátt á skortöflu mestallt árið 2013.
Rory er nú nr. 7 á heimslistanum eftir T-2 árangur sinn í Abu Dhabi og sá árangur hefir orðið til þess að hann er í 7. sæti á stigatöflu þeirra sem komast í evrópska Ryder Cup liðið.
Og meðan McGinley er auðvitað ánægður með að Rory sé að koma tilbaka þá viðurkenndi hann að hann verði að líta á heildarmyndina en sé ekki að einblína á hvernig einstökum kylfingum gengur viku eftir viku.
„Það er í lagi að segja að Rory hafi alltaf ætlað að sýna í hversu góðu leikformi hann var ,en um mitt s.l. sumar var maður ekki svo öruggur með hann.“
„Spurningin sem við vorum öll að spyrja okkur um mitt s.l. ár var „hvort Rory ætti nokkru sinni eftir að jafna sig?“
„Ég var spurður þessarar spurningar nokkrum sinnum á síðasta ári en allir sem þekkja þennan leik, vita að við öll eigum okkar hæðir og lægðir sama um hvern er að ræða.“
„Það skiptir engu hvort það er Tiger Woods, Jack Nicklaus, Rory McIlroy eða hver viðkomandi er.“
„Rory var á stöðugt að gera góða hluti s.s. að sigra á risamótum og það var óhjákvæmilegt að hann myndi eiga lægð, en síðan er ég viss um að hann mun rísa til hæstu hæða vegna þess að það er eðli leiksins.“
„Maður er bara ekki á toppnum að eilífu. sama hver maður er.“
„Ég man eftir frábærri grein um Lee Trevino sem hét (á frummálinu): ‘What God held back from the greats’. (Það sem Guð faldi fyrir hinum frábæru). Greinin byggðist á því sem ég hef sagt, því vegna þess að þegar maður heldur að maður hafi það, er það farið aftur og maður verður að finna það aftur. Þannig að það er eðli leiksins.“
„Ég vona bara að eftir því sem nær dregur lok þessa árs, verði flestir leikmenn í Evrópu, sem vilja komast í liðið, á hápunkti fremur en að vera í lægð.“
„Þannig að ég mun ekki tala við Rory, þar sem ég var skipaður fyrirliði í Ryder Cup en ekki Guð! Ég get ekki sagt fólki hvernig það á að lifa lífi sínu.“
Á frummálinu: “So I won’t be talking with Rory as I was appointed Ryder Cup captain, not God! So I can’t around telling people how to run their lives.”
Rory er nú við æfingar í Els Club í Dubai en McGinley sjálfur ætlar að taka þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Commercial Bank Qatar Masters.
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022