
Karlsson hittir í mark
Robert Karlsson sýndi að hann geti enn hitt á skotmörkin ….. í þetta sinn var hann að skjóta leirdúfur í Doha til að hita upp fyrir mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, Commercial Bank Qatar Masters, sem hefst nú á miðvikudaginn (keppnin stendur til laugardags).
Karlsson, sem sigraði í mótinu í Doha Golf Club árð 2010, sýndi mikla nákvæmni með rifflinum en hinn 11-faldi sigurvegari á Evrópumótaröðinni hitti misjafnlega uppsett skotmörk á leirdúfudkotæfingum.
„Mér finnst gaman að skjóta. Pabbi kenndi mér það þegar ég var lítill en ég varð aðeins meira hikandi þegar ég varð eldri. Síðan var ég í hernum og lærði almennilega á vopn þar,“ sagði hinn 44 ára Karlson.
Karlson, sem er 1,96 metra varð efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar 2008 og er mikill aðdáandi Qatar Masters, en hann tók þátt í 1. mótinu, 1998 og hefir keppt síðan 13 sinnum í mótinu.
„Mér líkar við hótelin í Qatar, andrúmsloftið í mótinu og golfvöllinn. Þetta er góður viðburður og völlurinn er venjulega erfiður vegna þess að það getur orðið hvasst og hann er annars líka oftast erfiðlega upp settur,“ sagði Karlsson.
„Það er hvasst og par-5 9. holan er mjög löng (639 yardar = 584 metrar). Ef maður spilar vel er maður tveimur undir en það er allt eins vel hægt að spila hana nokkrum höggum yfir pari og það er óvenjulegt á par-5 holum. Hann er aðeins öðruvísi en aðrir golfvellir. Hér verður að vera þolinmóður, taka fuglunum þegar þeir koma og reyna að forðast að gera mistök.“
Ungar og upprennandi golfstjörnur frá Qatar taka þátt í mótinu þ.e. hinn 19 ára Saleh Al Kaabi og Ali Al Bishi sem nú tekur þátt í annað sinn, en stóri draumurinn er að verða fyrsti kylfingurinn frá Qatar til þess að komast í gegnum niðurskurð.
„Golf er ung íþrótt í Qatar, þannig að vika eins og þessi er frábær fyrir landið,“ sagði Karlson. „Allir geta fylgst með toppkylfingum heims og séð hvað við erum að gera og reynt að bæta leik sinn. Mitt ráð myndi vera að fylgjast vel með hvernig við æfum ekki síður en hvernig við spilum.“
Commercial Bank Qatar Masters stendur 22. janúar til 25. janúar.
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!