Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno í 3. sæti í Kaliforníu e. 1. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State hóf í gær leik á Fresno State Lexus Classic mótinu, en mótið fer fram í Copper River Country Club í Fresno, Kaliforníu.

Mótið stendur 17.-18. mars og verður lokahringurinn leikinn í dag.

Þátttakendur í mótinu eru 44 frá 7 háskólum.

Guðrún lék fyrstu tvo hringina á 154 höggum (79 75) og er sem stendur í 18. sæti  í einstaklingskeppninni og á 4. besta skori Fresno, sem er er í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Fresno State Lexus Classic mótsins með því að SMELLA HÉR: