Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín sigraði á Memphis Intercollegiate mótinu!

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayetta tóku þátt í Memphis Intercollegiate háskólamótinu.

Mótið fór fram í Colonial Country Club í Memphis, Tennessee. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín sigraði í einstaklingskeppninni!!!! Glæsilegt!!!!! Frábær árangur hjá Haraldi Franklín!!!

Haraldur Franklín lék  á samtals 1 undir pari, 215 höggum (75 70 70) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sætinu!

Haraldur Franklín var að sjálfsögðu á besta skori Louisiana Lafayette sem hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Haraldar Franklín og golfliðs Louisiana Lafayette „The Raging Cajuns“ er Old Waverly Collegiate Championship 7. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna í Memphis Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: