Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Viva Schlasberg (26/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 6 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 4.-6. sætinu þ.e. þær Nobuhle  Dlamini,  Josephine Janson og Viva Schlasberg en þær léku allar samtals á 4 undir pari, 356 höggum, hver.

Sú sem verður kynnt í kvöld er  sænski kylfingurinn Viva Schlasberg,.  Viva varð í 6. sætinu  eins og segir á  356 höggum (76 71 70 66 73).

Viva Schlasberg fæddist 15. desember 1986 í Svíþjóð og er því 27 ára. Viva bjó áður í Landskrona en býr nú í Helsingborg og á 3 eldri bræður og 1 systur. Flestallir í fjölskyldunni spila golf. Viva byrjaði að spila golf mjög ung, þ.e. 4 ára,  en gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 8 árum síðan þá 19 ára.  Samhliða þar áður var hún búin að vera í fimleikum í 16 ár.

Viva spilaði fyrst í 2 ár á SAS Masters Tour þ.e. á árunum 2006-2008. Besti hringur hennar er upp á 66 högg.  Frá og með árinu 2012 hefir Viva verið á LET. Besti árangur hennar þar er 12. sætið á Spanish Women’s Open í fyrra þ.e. 2013.

 Meðal áhugamála Vivu eru allar íþróttir, náttúran, vinir, að hlusta á tónlist og vera á skíðum.  Helsta fyrirmynd Vivu í golfinu er Tiger Woods.

Sjá má viðtal fréttamanns LET við Vivu með því að SMELLA HÉR: