Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 16:30

Lórenz 50 ára í dag!!!

Stórgolfarinn Lórenz Þorgeirsson, kallaður Lolli af vinum sínum, er fæddur 3. apríl 1964 og á því  50 ára stórafmæli í dag!!!
Lolli í góðra vina hópi

Lolli í góðra vina hópi

Lolli er í GR og GKG og með um 7 í forgjöf.

Þar að auki er Lolli í Elítunni, klúbbi lágforgjafarkylfinga í GR.

Lolli er kvæntur Þuríði Valdimarsdóttur, GKG.

Afmæliskylfingurinn er nú staddur við golfleik í  Van der Valk Golf Resort Inverness í Flórída, í góðra vina hópi.

Golfelítan og Golf1 óska Lolla innilega til hamingju með hálfu öldina og vona að hann verði sprækur við golfleik a.m.k. næstu 50 árin til viðbótar!!!