Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 20:00

Sonur Bubba með flotta sveiflu! Myndskeið

Sigurvegari Masters mótsins 2014, Bubba Watson og Angie kona hans ættleiddu lítinn strák, sem heitir Caleb.

Caleb var á Augusta National að fagna sigrinum með pabba nú um helgina.

Í fyrra skiptið þegar Bubba sigraði á The Masters, 2012, gat hann ekki beðið eftir að komast heim til sonar síns.

En í þetta skipti var Caleb hjá pabba.   Caleb er þrátt fyrir ungan aldur, en hann er rétt orðinn 2 ára, kominn með hörku golfsveiflu!

Hér má sjá Caleb Watson slá með „míní“dræver SMELLIÐ HÉR: