Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: Leik frestað í gær vegna veðurs – Theodór og Ari spila 36 holur í dag

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG taka þátt í Great America Conference Championship Tournament, stutt: GAC svæðismótinu og hófu þeir keppni ásamt golfliði Arkansas Monticello í gær.

Mótið fer fram í Hot Springs Country Club í Hot Springs, Arkansas og stendur dagana 13.-15. apríl 2014.

Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum.

Í gær var ekki hægt að spila vegna mikillar úrkomu og hættu á þrumum og eldingum.

Í dag verða því spilaðar 36 holur.  Hér má sjá rástíma hjá Theodór og Ara fyrir 2. og 3. hring  SMELLIÐ HÉR: 

Ari fór út kl. 9:20 og Theodór kl. 9:30 að staðartíma (þ.e. keppnin hófst kl. 14:30 að íslenskum tíma).

Eftir 1. dag er Theodór á besta skori golfliðs Arkansas Monticello, sem er 7. sætinu í liðakeppninni. Theodór Emil lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 10. sæti í einstaklingskeppninni.

Ari er á 2.-3. besta skori Arkansas Monticello; lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er í 22. sæti í einstaklingskeppninni.