Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 20:00

Um 10.000 reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska

Það eru fleiri en nokkru sinni sem vilja taka þá í Opna bandaríska risamótinu.

Bandaríska golfsambandið (USGA) sagði í fréttatilkynningu í dag að sambandinu hefðu borist 10.127 þátttökubeiðnir í Opna bandaríska sem fram fer 12.-15. júní á Pinehurst nr. 2.

Þetta er nýtt fjöldamet en síðasta met var sett fyrir ári en þá tóku 9860 þátt.

Meðal þeirra sem þátt taka í Opna bandaríska eru 51 kylfingur sem ekki þurfa að reyna fyrir sér í úrtökumótum.  Þ.á.m. eru 12 fyrrum meistarar Opna bandaríska þ.á.m. sá sem á titil að vera, Justin Rose og Tiger Woods.

Tiger er að jafna sig eftir bakuppskurð og hefir aðeins gefið út að hann vonist til að geta snúið aftur í sumar.

Staðbundin úrtökumót (18 holu) hefjast 2. maí á 111 golfvöllum um öll Bandaríkin, en 36 holu úrtökumótin hefjast 2. júní.   Tvö 36 holu úrtökumót verða haldin í Englandi og Japan, 26. maí n.k.