Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jonas Blixt ——– 24. apríl 2014

Það er sænski kylfingurinn Jonas Blixt, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is  Jonas er fæddur 24. apríl 1984 í Nässjö í Svíþjóð og á því 30 ára stórafmæli í dag!  Jonas spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Florida State University og gerðist atvinnumaður fyrir 6 árum síðan þ.e. 2008.  Hann hefir sigrað tvívegis á PGA Tour og komst nýverið í fréttirnar þar sem hann átti raunhæfan möguleika á að verða fyrsti sænski karlkylfingurinn til þess að sigra í Masters risamótinu. Hann varð í 2. sæti en spilaði alveg framúrskerandi vel.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Robert J. „BobLunn 24. apríl 1945 (69 ára);  Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (66 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (61 árs);  Lee Westwood, 24. apríl 1973 (41 árs); Jason Bohn, 24. apríl 1973 (41 árs); Lydia Ko, 24. apríl 1997 (17 ára) ….. og ……

F. 24. apríl 1965 (49 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is