Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 08:00

PGA: Einvígi Kaymer og Spieth framundan – hápunktar 3. dags

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer og bandaríski táningurinn Jordan Spieth eru efstir og jafnir á The Players Championship  á TPC Sawgrass í Flórída.

Báðir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 204 höggum; Kaymer (63 69 72) og Spieth (67 66 71).

Þessir tveir eru í nokkrum sérflokki 3 höggum á undan þeim sem koma næstir á eftir en það eru ástralski kylfingurinn John Senden og Spánverjinn Sergio Garcia, en báðir deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari, 207 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag The Players SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags The Players SMELLIÐ HÉR: