Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 12:00

GL: Halldór Hallgríms sigraði á Húsmótinu

Húsmótið var haldið í gær, laugardaginn 10. mai á Garðavelli.  Mótið var haldið í einstakri veðurblíðu með þátttöku 63 kylfinga úr röðum GL og gesta en um var að ræða innanfélagsmót.

Úrslit voru eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti: Halldór Hallgrímsson 38 punktar (19 punktar á seinni 9)
2. sæti: Hörður Kári Jóhannesson 38 punktar (17 punktar á seinni 9)
3. sæti: Rafnkell K. Guttormsson 38 punktar (16 punktar á seinni 9)

Besta skor án forgjafar:

Arnór Snær Guðmundsson 72 högg (keppti sem gestur – en hann var á besta skorinu)

Af heimamönnum stóð sig best: Alexander Högnason 75 högg

Nándarverðlaun:

3. braut: Kristinn J. Hjartarson 1,34m

18. braut: Búi Vífilsson 3,22 m

Verðlaun voru í boði verslunarinnar @home á Akranesi.

Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.