Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jenetta Bárðardóttir og Valur Heiðar – 12. maí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Jenetta Bárðardóttir, GR og GKB og Valur Heiðar Sævarsson. Jenetta er fædd 12. maí 1949 og á því 65 ára afmæli í dag. Hún hefir m.a. aflað sér réttinda til þess að kenna SNAG (stutt fyrir Starting New At Golf) Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Valur Heiðar er fæddur 12. maí 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan   Valur Heiðar Sævarsson   (40 ára- Innilega til hamingju með afmælið!!!) Jenetta Bárðardóttir  (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 14:00

NK: Guðrún Valdimars og Nökkvi Gunnars sigruðu á Vormóti BYKO – Guðjón Ármann Guðjóns fór holu í höggi

Fyrsta alvöru mót sumarsins, vormót BYKO fór fram í blíðskaparveðri á Nesvellinum 10. maí 2014. Rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leiks og þrátt fyrir smávegis blástur eftir hádegið lék veðrið svo sannarlega við kylfinga. Mótið var innanfélagsmót þar sem veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor og nándarverðlaun. Sigurvegari í punktakeppninni var Guðrún Valdimarsdóttir með 40 punkta en í höggleiknum sigraði Nökkvi Gunnarsson en hann lék á 70 höggum. Tilþrif mótsins átti þó Guðjón Ármann Guðjónsson þegar hann fór holu í höggi á 2. holu.  Brautin mældist 123 metrar í dag á móti smá golu og notaði Guðjón 8 járn við höggið. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 12:45

GBR: Dagur Ebenezers sigraði í Opnu móti í Brautarholtinu og fékk ás!!!

S.l. laugardag, 10. maí 2014,  fór fram Opið mót að Brautarholti, á Kjalarnesi. Þátttakendur voru 26 (þar af enginn kvenkylfingur).  Sigurvegari mótsins var Dagur Ebenezersson, GKJ en hann lék Brautarholtið á 4 yfir pari, 74 höggum. Dagur gerði sér lítið fyrir og for holu í höggi á 8. braut á seinni hring. Golf 1 óskar Degi innilega til hamingju með glæsidraumahöggið!!! Hér má sjá heildarúrslitin í höggleikshluta mótsins: 1 Dagur Ebenezersson GKJ 0 F 39 35 74 4 74 74 4 2 Rafn Stefán Rafnsson GB -2 F 41 37 78 8 78 78 8 3 Einar Björgvin Birgisson GR 9 F 42 37 79 9 79 79 9 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 12:15

PGA: 2 högga víti Rose dregið tilbaka

Á laugardeginum hlaut enski kylfingurinn Justin Rose 2 högga víti á The Players mótinu vegna þess að bolti hans var talinn hafa færst úr stað á 18. holu 3. hringjar. Sjá hér (Eða sjáið þið boltann yfirleitt hreyfast eitthvað?):  Á sunnudeginum var vítið sem Rose hlaut dregið tilbaka og Rose fór úr samtals 5 undir pari, í heildarskori í 7 undir pari, jafnvel áður en hann tíaði upp á lokahringnum. Rökin fyrir framangreindu er að finna í reglu 18.4 – en þetta er sama regla og notuð var um tilvik Tiger Woods á BMW Championship í fyrra (2013) þegar bolti hans var talinn hafa hreyfst a.m.k. titrað aðeins áður en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 10:00

Elín útskrifast

Fyrrum eiginkona Tiger Woods, Elín Nordegren útskrifaðist s.l. laugardag, 10. maí 2014 frá Rollins College í Flórída. Hún er búin að vera í „öldungadeild“ s.l. 9 ár (þ.e. hefir tekið námið hlutavís) og er nú BA í sálfræði. Elín var efst í árgangnum (300 manns) þ.e. var með 3,96 í meðaleinkunn (mest er gefið 4 í einkunn í Bandaríkjunum). Fyrir vikið hlaut Elín, Hamilton Holt Outstanding Senior Award. Það varð til þess að hún varð að halda útskriftarræðuna í árgangnum og fór langt fram úr væntingum margra þegar hún hélt fyndna, tignarlega og a.m.k. eftirminnilega útskriftarræðu. Í henni sagði hún m.a.: „Menntun hefir verið eini stöðugi þátturinn í lífi mínu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 02:00

Evróputúrinn: Kylfusveinn Alastair Forsyth – Iain McGregor dó úr hjartaáfalli á Madeira

Iain McGregor kylfusveinn Alastair Forsyth lést úr hjartaáfalli á 9. flöt Santo da Serra golfvellinum á Madeira á lokahring Madeira Islands Open. McGregor var 53 ára. Í yfirlýsingu sem Evrópumótaröðin sendi frá sér var staðfest að Iain McGregor sem var frá Zimbabwe hefði látist þrátt fyrir ítrustu tilraunir bráðaliða til endurlífgunar. Í yfirlýsingunni sagði: „Allir á Evrópumótaröðinni senda sínar dýpstu samúðarkveðjur til vina og fjölskyldu Iain á þessum tíma. Eftir að hafa ráðfært okkur við leikmenn og kylfusveina hefir sú ákvörðun verið tekin að halda leik áfram og klára mótið.“ Ekki voru allir sáttir við að haldið var áfram með mótið og töldu að í ljósi aðstæðna hefði átt að hætta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 00:45

PGA: Kaymer sigurvegari The Players 2014!

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer var nú rétt í þessu að innsigla sigurinn á The Players meistaramótinu, móti sem margir nefna 5. risamótið. Kaymer lék Stadium völlinn á TPC Sawgrass á samtals 13 undir pari, 275 höggum (63 69 72 71).  Hann setti niður stórglæsilegt pútt á 17. flöt, sem segja má að hafi tryggt honum sigurinn og sjá má með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti varð Jim Furyk á samtals 12 undir pari, 276 höggum, 1 höggi á eftir Scott og í 3. sæti varð Sergio Garcia enn öðru höggi á eftir. Til hins margumtalaða einvígi milli Kaymer og Spieth kom aldrei, því Kaymer tók svo fljótt forystuna og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 21:00

PGA: Kaymer leiðir þegar 8 holur eru eftir óspilaðar á The Players – Myndskeið af fuglum Kaymer á fyrri 9

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er í forystu þegar aðeins á eftir að spila 8 holur á The Players. Kaymer er búinn að spila á samtals 14 undir pari og leikur af miklu öryggi. Hann á 3 högg á næstu keppendur þ.e. Sergio Garcia, Jim Furyk og Jordan Spieth. Kaymer fékk 2 fugla á fyrri 9 á lokahringnum; þ.e.þann fyrri  á 2. holu og má sjá myndskeið af því með því að SMELLA HÉR:  Seinni fuglinn kom á 9. holu, eftir að Kaymer sló glæsihögg upp úr flatarglompu, en sjá má myndskeið af því með því að SMELLA HÉR:  Til þess að fylgjast með stöðunni á The Players SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 19:00

LET: Derrey sigraði í Tyrklandi

Það var franska stúlkan Valentine Derrey, sem vann sinn fyrsta titil á LET á Turkish Airlines Ladies Open, nú fyrr í dag, en mótið fór fram í National golfklúbbnum í Belek, Tyrklandi. Sjá má kynningu Golf 1 á Derrey með því að SMELLA HÉR: Derrey lék á samtals 7 undir pari, 212 höggum (73 69 70) og átti 2 högg á þá sem næst kom dönsku stúlkuna Malene Jörgensen.  Í 3. sæti varð Solheim Cup stjarnan Charley Hull, á samtals 4 undir pari. Tékkneski kylfingurinn Klara Spilkova, sem var í forystu fyrir lokahringinn átti slæman dag, kom í hús á 78 höggum og hafnaði í 6. sæti sem hún deildi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 18:00

Evróputúrinn: Daníel Brooks sigraði á Madeira Islands Open

Það var Englendingurinn Daníel Brooks sem sigraði á Madeira Islands Open, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni. Til þess að sjá kynningu Golf1.is á Brooks SMELLIÐ HÉR:  Mótið var aðeins 2 hringja vegna þéttrar þoku sem hindraði leik fyrstu 2 mótsdagana. Brooks var jafn Skotanum Scott Henry eftir 36 holur og því kom til bráðabana milli þeirra. Báðir léku þeir á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Brooks (68 67) en Henry (67 68). Brooks vann síðan Henry á 1. holu bráðabanans, par-4 18. holunni með pari, meðan Henry fékk skolla. Til að sjá lokastöðuna á Madeira Islands Open SMELLIÐ HÉR: