Adam Scott nr. 1 í fyrsta sinn!
Viðbúið er að Adam Scott nái 1. sæti heimslistans á morgun, en það verður ekki vegna ótrúlegs sigurpútts marga metra frá holu eða æsispennandi keppni… ó nei, Scott tók ekki einu sinni þátt í HP Byron Nelson Championship og ef hann hefði ekki verið að gaufast við að spila í The Players heldur verið sallarólegur heima á Bahamas hjá sinni heittelskuðu eiginkonu Marie, hefði hann orðið nr. 1 fyrir viku. Scott sjálfum finnst þetta fyrirkomulag skrítið. „Þetta er undarlegt,“ sagði hann eftir að ljóst var að hann yrði ekki nr. 1 eftir The Players, en þar hefði hann þurft að verða T-16 en varð í 38. sæti! „Maður vill ná Lesa meira
Evrópumótaröðin biðst afsökunar á að halda leik áfram á Madeira Open eftir að kylfusveinn dó
Iain McGregor kylfusveinn Alastair Forsyth , alltaf nefndur Mac eða Big Mac af vinum sínum, dó s.s. flestum kylfingum, sem fylgjast vel með golffréttum er að góðu kunnugt, s.l. sunnudag, á lokahring Madeira Islands Open, móti á Evrópumótaröðinni. Þrátt fyrir áfall sem flestir voru í eða einmitt vegna þess var ákveðið að klára mótið, en það hefir sætt mikilli gagnrýni, Nú hefir Evrópumótaröðin beðist afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, George O´Grady, sat fund með European Tour Caddies Association, þ.e.a.s. samtökum kylfusveina á Evróputúrnum, til þess að fara yfir málið. Reyndar er þetta það allra minnsta, sem hægt er að gera í stöðunni og algerlega nauðsynlegt hafi menn orðið svona Lesa meira
Champions Tour: Perry efstur fyrir lokahring Regions Tradition
Það er Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry, sem leiðir fyrir lokahring Regions Traditions í Shoal Creek, Alabama. Perry er búinn að leika á samtals 7 undir pari, 209 höggum (72 68 69). Í 2. sæti er John Inman, höggi á eftir og 7 kylfingar deila 3. sætinu á samtals 4 undir pari, þ.á.m. forystumaður 2. dags Marc Calcavecchia, sem átti tvo frábæra hringi upp á 69 en síðan afleitan hring í gær upp á 74. Þess ber þó að geta að Calcavecchia hefir átt við rifbeinsmeiðsl að stríða, sem leitt hafa til þess að hann fær verkjakippi (ens. spasm) í efri hluta baks. Þessir bakverkjakippir tóku sig einmitt upp á 3. hring Lesa meira
GS: Guðni Oddur og Arnar sigruðu á GIG mótinu
Í gær, laugardaginn 17. maí 2014 fór fram GIG mótið hjá GS. Þátttakendur voru 45, þar af 8 konur og stóð Anna María Sigurðardóttir, GO, sig best af þeim. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Úrslit í punktakeppninni urðu eftirfarandi: 1. sæti Arnar Hilmarsson, GR, 41 pkt (þar af 26 á seinni 9) 2. sæti Haukur Gottskálksson, GR 41 pkt (þar af 24 á seinni 9) 3. sæti Ellert Þór Magnason, GR 37 pkt. Á besta skorinu var heimamaðurinn Guðni Oddur Jónsson, en hann lék Leiruna á 74 höggum (var á 35 höggum seinni 9). Guðmundur Arason, GR, lék Hólmsvöllinn líka á 74 höggum (en var á 36 höggum seinni 9) og eins Lesa meira
LPGA: Lizette Salas efst fyrir lokahring Kingsmill meistaramótsins
Það er mexíkansk-bandaríski kylfingurinn Lizette Salas, sem er efst á Kingsmill Championship í Williamsburg, Virginíu. Lizette er búin að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (67 66 65) og virðist spila betur með hverjum hringnum. Hún er hins vegar í gamalkunnugri stöðu efst fyrir lokahring, en hefir aldrei tekst að innbyrða sigur til þessa. Spurning hvort henni tekst það í kvöld? Sjá má kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti, 3 höggum á eftir, er forystukona gærdagsins Hee Young Park og þriðja sætinu deila þær Lydia Ko, Stacy Lewis og Katherine Kirk frá Ástralíu, á 8 undir pari, 5 höggum á eftir Lesa meira
PGA: Todd og Oosthuizen leiða fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags
Það eru sigurvegari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen og bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sem leiða fyrir lokahring HP Byron Nelson Championship, sem leikinn verður í kvöld. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Todd (68 64 68) og Oosthuizen (68 68 64). Þriðji hringurinn hjá Oosthuizen í gær var sérlega glæsilegur, upp á 64 högg, en á honum fékk hann 8 fugla og 2 skolla, þar af 5 fugla á seinni 9, en báðir skollarnir komu á fyrri 9. Aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á samtals 9 undir pari, 201 höggi, hver eru þeir: James Hahn, Gary Woodland og Mike Weir. Til þess Lesa meira
GHD: Golf spilað á Dalvík í dag!
Það er enn ansi vetrarlegt um að lítast Norðanlands, 17. maí 2014. Snjór er enn í fjöllum eins og sést á meðfylgjandi myndum. Kylfingar þar láta það þó ekkert á sig fá og taka hring þó ekki sé allt komið í það horf eins og best gerist á golfvellinum yfir sumartímann. Á Arnarholtsvelli, golfvelli Golfklúbsins Hamars á Dalvík, er búið að opna fyrir spil á 7 brautum, en enn er spilað inn á vetrarflatir. Þessar hressu konur léku t.a.m. 1 hring í dag á Arnarholtsvelli:
GKG: Benedikt, Hlynur og Þórdís sigruðu á Opna N1 mótinu!
Í dag, 17. maí 2014, fór fram Opna N1 mótið á Leirdalsvelli. Þátttakendur voru 135 þar af 10 kvenkylfingar, en sérstök kvennaverðlaun voru í mótinu og mættu fleiri klúbbar taka sér það til fyrirmyndar! Hér eru helstu úrslit í Opna N1 móti GKG: Punktakeppni: Karlar 1. sæti – 50 þús króna innkort (Inneignarkort hjá N1) – Hlynur Bergsson GKG, 38 p 2. sæti – 30 þús króna innkort (inneignarkort hjá N1) – Benedikt Árni Harðason GK, 37 p, 21 á seinni 3. sæti – 10 þús króna innkort (inneignarkort hjá N1) – Finnur Bjarnason GKJ, 37 p., 20 p á seinni. Konur 1. sæti – 50 þús króna innkort (Inneignarkort Lesa meira
GN: Markús og Hjörvar sigruðu í Vormóti GN
Í dag, laugardaginn 17. maí 2014 fór fram Vormót GN á Grænanesvelli. Þátttakendur voru 33 (þar af 1 kvenkylfingur heimakonan Jóhanna Bryndís Jónsdóttir, GN). Keppnisfyrirkomulag var almennt og veitt 1 verðlaun fyrir besta skor og fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni. Á besta skorinu í Vormóti GN var heimamaðurinn Hjörvar O Jensson, GN á 9 yfir pari, 79 höggum og í punktakeppninni sigraði Markús Eyþórsson í GFH, á 42 punktum. Í 2. sæti í punktakeppninni varð Kristinn Jóhannes Ragnarsson, GBE á 39 punktum og í 3. sæti varð Óskar Sverrisson, GN á 37 punktum. Sjá má heildarúrslit í punktakeppnishluta Vormóts GN hér að neðan: 1 Markús Eyþórsson GFH 26 F Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni langt frá sínu besta á NCAA Sugar Grove Regionals
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State tóku þátt í NCAA Sugar Grove Regional, sem fram fór á Rich Harvest Farmes, í Sugar Grove, Illinois. Mótið fór fram dagana 15.-17. maí 2014 og lauk í kvöld. Þátttakendur voru 75 frá 19 háskólum. Axel byrjaði ágætlega var á 4 yfir pari 76 höggum; en verr gekk seinni tvo hringina sem Axel lék á 83 og 84 höggum. Samtals var Axel á 27 yfir pari, 243 höggum (76 83 84) og varð í 64. sæti í einstaklingskeppninni. Axel var á 5. og lakasta skori Mississippi State, sem lauk keppni í 12. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á NCAA Sugar Grove Lesa meira










