Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 12:00

Evrópumótaröðin biðst afsökunar á að halda leik áfram á Madeira Open eftir að kylfusveinn dó

Iain McGregor kylfusveinn Alastair Forsyth , alltaf nefndur Mac eða Big Mac af vinum sínum, dó s.s. flestum kylfingum, sem fylgjast vel með golffréttum er að góðu kunnugt,  s.l. sunnudag, á lokahring Madeira Islands Open, móti á Evrópumótaröðinni.

Þrátt fyrir áfall sem flestir voru í eða einmitt vegna þess var ákveðið að klára mótið, en það hefir sætt mikilli gagnrýni,

Nú hefir Evrópumótaröðin beðist afsökunar á þessari ákvörðun sinni.

Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, George O´Grady,  sat fund með European Tour Caddies Association, þ.e.a.s. samtökum kylfusveina á Evróputúrnum, til þess að fara yfir málið.  Reyndar er þetta það allra minnsta, sem hægt er að gera í stöðunni og algerlega nauðsynlegt hafi menn orðið svona sárir eins og margir kylfusveinar á Túrnum sögðu sig vera vegna ákvörðunarinnar.

„Ég átti fund með Gerry Byrne og nefnd hans (í samtökum kylfusveina) og fundurinn var mjög tilfinningaþrunginn á tímum og þar baðst ég afsökunar og þeim sárindum og æsingi sem ákvörðunin (um að halda áfram leik í Madeira) olli þeim,“ sagði O´Grady m.a. eftir fundinn.

„Ég skil fullkomlega afstöðu fólks sem telur að ekki ætti að hafa haldið leik áfram, en þetta voru erfiðar aðstæður og ákvörðun um að klára mótið ekki auðveld, hvorki mér né mótsstjórn á Madeira fannst það (auðveld ákvörðun).“

„Hvað sem öðru líður þá er þessi ákvörðun nú í fortíðinni og mikilvægast að halda áfram samvinnunni með fjölskyldu Mac og vini eins og við höfum gert frá s.l. sunnudegi – og hjálpa til við undirbúning jarðafararinnar, sem fara mun fram næsta fimmtudag á Madeira, sama dag og við erum með „Black for Mac“ (svört armbönd) á Wentworth (á BMW PGA Championship).

„Ég hef einnig persónulega sett saman endurskoðun á því hvernig eigi, framkvæmdarlega séð, að höndla svona aðstæður á mótum framvegis þannig að tryggt sé að við höfum lært lexíu okkar á Madeira.“

Gerry Byrne, formaður European Tour Caddies Association, bætti við: „Við í nefndinni höfum átt verulega erfiða viku. Að fást við andlát vinar okkar og kollega veldur uppnámi. Við skiljum að ákvörðun varð að taka með stuttum fyrirvara, en það ætti ekki að koma neinum á óvart að kylfusveinum finnst sem röng ákvörðun hafi verið tekin á Madeira.“

„Við fórum inn í þennan fund óhamingjusöm og tilfinningaþrungin stundum en auðmýkt George og heiðarleiki í því að fást við svona erfitt mál var vel þegin og hann sannfærði okkur um mikilvægi kylfusveina á túrnum.“

„Við getum nú horft fram á veg og fagnað lífi Iain næsta fimmtudag og eflt tengsl okkar við Evrópumótaröðina þegar við þokumst fram á við inn í framtíðina.“