Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 07:30

PGA: Todd og Oosthuizen leiða fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það eru sigurvegari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen og bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sem leiða fyrir lokahring HP Byron Nelson Championship, sem leikinn verður í kvöld.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Todd (68 64 68) og Oosthuizen (68 68 64).

Þriðji hringurinn hjá Oosthuizen í gær var sérlega glæsilegur, upp á 64 högg,  en á honum fékk hann 8 fugla og 2 skolla, þar af 5 fugla á seinni 9, en báðir skollarnir komu á fyrri 9.

Aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á samtals 9 undir pari, 201 höggi, hver eru þeir: James Hahn, Gary Woodland og Mike Weir.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: