Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Jamie Lovemark (14/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 12. sæti, en það er Jamie Lovemark. Lovemark lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 39. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert Jamie Lovemark fæddist 23. janúar 1988 í Rancho, Santa Fe, Kaliforníu og er því 25 ára. Hann var í Torrey Pines menntaskólanum. Áhugamannsferill Árið 2005 sigraði Lovemark Western Amateur og hlaut því sérstaka undanþágu á the Cialis Western Open, þar sem hann varð T54. Árið 2007 spilaði Lesa meira
Caroline: „I´ll never walk alone…
Nú eftir að Rory McIlory sté fram í gær og tilkynnti um sambandsslit sín og Caroline Wozniacki beinast allra augu að henni. Rory sagðist á blaðamannafundinum ætla að einbeita sér að flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship, en hann fer út kl. 13 að staðartíma í dag, 1. dag mótsins (eftir 30 mínútur að okkar tíma hér heima á Íslandi). Fyrir mótið tók Rory þátt í Pro-Am móti fyrir sjálft aðalmótið, sem ávallt vekur mikla athygli vegna fjölda frægra áhugamanna úr öðrum íþróttagreinum, pólítík og heimi lista og menningar, sem þátt taka. Í ár spilaði Rory hring með liðsmönnum uppáhaldsfótboltafélags síns, en hann segist ávallt hafa stutt Manchester United. Caroline hefir nú Lesa meira
Evróputúrinn: BMW PGA meistaramótið hafið
Nú er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar , BMW PGA Championship, hafið. Leikið er sem fyrr á golfvelli Wentworth klúbbsins í Surrey, Englandi. Þegar þetta er ritað kl. 10:20 er Justin Walters frá Suður-Afríku efstur á 6 undir pari, með 3 holur óloknar. Fast á hæla honum er gamla brýnið Thomas Björn, höggi á eftir en á eftir að spila 7 holur – ljóst að staðan á eftir að breytast eftir því sem líður á daginn! Fylgjast má með skori keppenda 1. dag með því að SMELLA HÉR:
GA: Opnunarmót Jaðars á laugardaginn
Fyrsta mót sumarsins hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA) verður haldið nú á laugardaginn og verður Jaðarsvöllur formlega opnaður þetta sumarið með mótinu. Mótið er höggleikur með og án forgjafar og það verður GA og Arctic fatnaður í verðlaun. Skráning er nú opin á golf.is en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:
EuroPro: Ólafur Björn í 23. sæti eftir 1. dag í Englandi
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu sem er hluti af EuroPro mótaröðinni. Mótið stendur dagana 21.-23. maí og leikið er á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur eru 156, þar af hafa 3 dregið sig úr mótinu. Ólafur Björn lék fyrsta hringinn á sléttu pari, 72 höggum og er í 23. sæti eftir 1. dag. Á facebook síðu sína skrifar Ólafur Björn eftirfarandi eftir hringinn: „Spilaði á 72 (E) höggum á Englandi í dag. Þokkalega sáttur við spilamennskuna. Hélt boltanum vel í leik og kom mér í mörg færi á fuglum. Völlurinn fljótur að refsa og minnti aðeins á sig um Lesa meira
Rory ræðir sambandsslitin við Caroline – Myndskeið
Í fréttatilkynningu frá Rory McIlroy í morgun sagði hann frá ástæðum fyrir sambandsslitunum við Caroline Wozniacki. Jafnframt sagði hann að hann ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið …. en svo auðveldlega sleppur hann ekki. Í meðfylgjandi myndskeiði, sem er af blaðamannafundi með Rory McIlory fyrir flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar,BMW Championship, sem hann tekur þátt í og hefst á morgun, ræðir Rory m.a. sambandsslitin við Caroline Wozniacki. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
EPD: Þórður Rafn á 78 e. 1. dag í Haugschlag NÖ Open
Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Haugschlag NÖ Open, en mótið hófst í dag í Golfresort Haugschlag í Austurríki. Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Þátttakendur eru 146. Mótið stendur 21.-23. maí 2014 og eftir 2 hringi er skorið niður. Sá sem á titil að verja er Áskorendamótaraðar kylfingurinn Bernd Ritthammer. Þórður Rafn lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og deilir 100. sætinu eftir 1. dag með 8 öðrum kylfingum. Efstir í mótinu eftir 1. dag eru Þjóðverjarnir Patrick Kopp og Sean Einhaus, en báðir léku 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Haugschlag NÖ Open SMELLIÐ HÉR:
SNAG í Sunnulækjarskóla
Í þessari viku eru allir bekkir í Sunnulækjarskóla á Selfossi í SNAG-i (Starting New At Golf). Þetta þýðir að það eru rúmlega 500 krakkar, sem munu kynnast golfi í þessari viku. Kannski að það leynist framtíðaratvinnumaður í golfi þar á meðal? Sjá má myndir af krökkunum í SNAGI með því að fara inn á facebook síðu Golfklúbbs Selfoss SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Fríða Bonnie Andersen, Sveinn Snorrason og Gary Woodland – 21. maí 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír í dag: Sveinn Snorrason, Fríða Bonnie Andersen og Gary Woodland. Fríða Bonnie er fædd 21. maí 1964 og á því stórafmæli í dag! Komast má á facebooksíðu Fríðu Bonnie hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið Fríða Bonnie Andersen (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Bandaríski kylfingurinn Gary Woodland á líka stórafmæli í dag en hann er fæddur 21. maí 1984 í Topeka, Kansas og því 30 ára í dag. Hann er í uppáhaldi hjá nokkrum íslenskum kylfingum m.a. Aroni Snæ Júlíussyni, GKG, stigameistara pilta á Unglingamótaröðinni 2013. Woodland gerðist atvinnumaður í golfi 2007, leikur á PGA mótaröðinni og hefir Lesa meira
Hilmar Björgvinsson með ás! – TaylorMade kúlan komin upp á hillu!
Hilmar Björgvinsson, stjórnarmaður í Golklúbbi Suðurnesja, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi sunnudaginn 18. maí s.l. Strekkingsvindur var en það dugði ekki til; höggið var fullkomlega slegið og kúlan fann holuna.Þetta er í annað sinn sem Hilmar fer holu í höggi. Hilmar er enginn nýgræðingur í golfíþróttinni, hann skipaði meðal annars Karlasveitir GS sem urðu Íslandsmeistarar árin 1982 og 1996. Um höggið góða sagði Hilmar: „16 hola í Leirunni. Mikill hliðarvindur frá hægri til vinstri. 7 járn valið haldið neðarlega. Staðsetning pinna hægra megin a flötinni. Slegið vel til hægri og vindur látinn bera kúluna í rétta átt. Kúlan lenti rétt utan við flötina og rann þaðan Lesa meira










