Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Fríða Bonnie Andersen, Sveinn Snorrason og Gary Woodland – 21. maí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír í dag:  Sveinn Snorrason, Fríða Bonnie Andersen og Gary Woodland. 

Fríða Bonnie er fædd 21. maí 1964 og á því stórafmæli í dag! Komast má á facebooksíðu Fríðu Bonnie hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið

Fríða Bonnie Andersen (50  ára – Innilega til hamingju með afmælið!)
Gary Woodland

Gary Woodland

Bandaríski kylfingurinn Gary Woodland á líka stórafmæli í dag en hann er fæddur 21. maí 1984 í Topeka, Kansas og því 30 ára í dag. Hann er í uppáhaldi hjá nokkrum íslenskum kylfingum m.a. Aroni Snæ Júlíussyni, GKG, stigameistara pilta á Unglingamótaröðinni 2013.  Woodland gerðist atvinnumaður í golfi 2007, leikur á PGA mótaröðinni og hefir sigrað tvívegis þar.

Þriðji afmæliskylfingurinn er Sveinn Snorrason. Sveinn er fæddur 21. maí 1925 og því 89 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Árið 2011 var Sveinn m.a. elsti þátttakandi í Íslandsmóti eldri kylfinga í Kiðjaberginu.

Sveinn Snorrason, GK, að pútta í Kiðjaberginu á Íslandsmóti eldri kylfinga 2011. Mynd: Golf 1

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Manuel Lara, 21. maí 1977 (37 ára);  Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (31 árs)  ;  Gary Woodland, 21. maí 1984 (30 ára stórafmæli!!!); John Huh, 21. maí 1990 (24 ára)

……… og …………

Eyþór Eiríksson  (19 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is