Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 10:45

Evróputúrinn: BMW PGA meistaramótið hafið

Nú er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar , BMW PGA Championship, hafið.

Leikið er sem fyrr á golfvelli Wentworth klúbbsins í Surrey, Englandi.

Þegar þetta er ritað kl. 10:20 er Justin Walters frá Suður-Afríku efstur á 6 undir pari, með 3 holur óloknar.

Fast á hæla honum er gamla brýnið Thomas Björn, höggi á eftir en á eftir að spila 7 holur – ljóst að staðan á eftir að breytast eftir því sem líður á daginn!

Fylgjast má með skori keppenda 1. dag með því að SMELLA HÉR: