Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 07:00

Nordea: Birgir Leifur hefur leik í dag í Landskrona

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni. Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí. Birgir Leifur á rástíma kl. 9:30 að staðartíma (þ.e. nákvæmlega eftir hálftíma að okkar tíma hér heima á Íslandi þ.e. kl. 7:30.) Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Landskrona Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 06:00

PGA: Dustin Johnson leiðir á Crowne Plaza – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, (DJ) sem leiðir eftir 1. dag á Crowne Plaza Inv., sem fram fer á Colonial CC í Fort Worth, Texas og er mót vikunnar á PGA Tour. DJ kom inn á 5 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir DJ eru þeir Tim Wilkinson, Hunter Mahan, Harris English og Robert Streb. Hópur 10 kylfinga deilir síðan 6. sætinu þ.á.m. Jordan Spieth og Jimmy Walker og nýliðinn Wes Roach (sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:; allir á 3 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR:  Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Björn leiðir í Wentworth – Hápunktar 1. dags

Það er Daninn Thomas Björn sem setti glæsilegt vallarmet, kom í hús á 10 undir pari, 62 höggum og leiðir eftir 1. dag BMW PGA Championship, sem er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar og hófst í dag. Þetta er vallarmet á Wentworth. Í 2. sæti eftir 1. dag er Shane Lowry á glæsi 64 höggum og í 3. sæti er Rafa Cabrera-Bello á samtals 7 undir pari, 65 höggum. Ýmis stór nöfn eru ofarlega á skortöflunni og koma e.t.v. með að blanda sér í toppbaráttuna; þannig eru Martin Kaymer, Henrik Stenson og Rory McIlroy meðal 6 kylfinga sem deila 8. sætinu á samtals 4 undir pari, 68 höggum. Sá sem á titil að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 19:30

EuroPro: Ólafur Björn í 25. sæti e. 2. dag í Englandi

Ólafur Björn Loftsson, atvinnumaður, tekur þátt í  The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu, sem er hluti af EuroPro mótaröðinni. Mótið stendur dagana 21.-23. maí og leikið er á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur eru 156, þar af hafa 3 dregið sig úr mótinu. Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (72 74) og deilir 25. sætinu ásamt 5 öðrum. 5 efstu á EuroPro mótaröðinni fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í lok keppnistímabilsins – Það er vonandi að Ólafur Björn verði þar á meðal! Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi um hringinn og keppnisaðstæður í dag: „Skrautlegur dagur að baki hér í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 19:00

EPD & LET Access: Valdís Þóra og Þórður Rafn komust ekki í gegnum niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust bæði ekki í gegnum niðurskurði á mótum, sem þau tóku þátt í ; Valdís Þóra í Svíþjóð og Þórður Rafn í Austurríki. Bæði mótin eru 54 holu og er skorið niður eftir 2 hringi – þeir sem komast í gegn fá að spila 3. og lokahringinn, en því miður fá Valdís Þóra og Þórður Rafn það ekki að þessu sinni Valdís Þóra tók þátt í Sölvesborgs Ladies Open í Sölveborg, Svíþjóð. Gestgjafi mótsins var Fanny Sunesen. Valdís Þóra komst sem segir ekki í gegnum niðurskurðinn, sem miðaður var við samtals 8 yfir pari en Valdís var 2 höggum frá því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 22. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías Björgvin er fæddur 22. maí 1997 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Elías Björgvin er auk golfsins í handbolta og er aðstoðarþjálfari HK. Foreldrar Elíasar Björgvins eru Ragnheiður Elíasdóttir og Sigurður Egill Þorvaldsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963) ; Gwladys Nocera, 22. maí 1975 (39 ára)  ….. og ……l Hildur Gylfadóttir, GK  (47 ára) Sonja Þorsteinsdóttir  Geir Gunnarsson (62 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 16:30

Elín segir Tiger „frábæran pabba“ en á erfitt með að gleyma svikum hans

Elín Nordegren tjáði sig í fyrsta skipti í 4 ár um samband sitt við Tiger Woods í tímaritinu „People Magazine.“ Þar sagði hún að Tiger væri samband þeirra væri „virkilega gott“ í dag, hún væri komin yfir það sem gerst hefði í hjúskap þeirra (framhjáhald Tiger)  og væri á góðum stað í lífinu í dag; hún hefði bara haldið áfram …. Og það er svo sannarlega margt gott að gerast í lífi Elinar Nordegren í dag – hún útskrifaðist úr háskóla fyrir skemmstu – var hæst í árgangnum með 3,96 í meðaleinkunn (hæst gefið 4) og hélt útskrifataræðuna s.s. Golf 1 hefir áður greint frá SMELLIÐ HÉR: Svo virðist samt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 15:30

Fulltrúar kylfinga á blaðamannafundi GSÍ 22. maí 2014

Fulltrúar kylfinga á blaðamannafundi GSÍ, sem haldinn var í dag, voru að þessu sinni  þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR; Rúnar Arnórsson, GK og Andri Þór Björnsson, GR. Þau spila öll á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar n.k. laugardag. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með framangreindum kylfingum á Íslandsbanka- og Eimskipsmótaröðunum í sumar. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er  ein af okkar alefnilegustu golfkonum. Hún er fædd 6. september 1997 og verður því 17 ára seinna á árinu. Hún mun spila bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Rúnar Arnórsson, GK, var nú nýlega að skrifa undir samning við University of Minnesota um að spila í bandaríska háskólagolfinu næsta haust, með golfliði skólans.   Sjá frétt Golf1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 15:00

Unglingamótaraðir Íslandsbanka hefjast á Garða- og Setbergsvelli nk. laugardag – Mótaskrá

Nú rétt í þessu lauk blaðamannafundi GSÍ þar sem Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ kynnti helstu verkefni sambandsins hvað snertir unglingamótaraðirnar Golfsumarið 2014.  Sem fyrr verða unglingamótaraðirnar 2; á Íslandsbankamótaröðina komst þeir unglingar sem eru forgjafarlægstir; á Áskorendamótaröð Íslandsbanka eru þeir unglingar sem eru forgjafarhærri eða komast einhverra hluta vegna ekki á Íslandsbankamótaröðina. Hörður fjallaði fyrst um Íslandsbankamótaröðina, en síðan Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Báðar mótaraðir samanstanda af 6 mótum. Íslandsbankamótaröðin Að venju verður mikið á dagskrá í barna- og unglingaflokkum og Íslandsbankamótaröðin í fullum gangi í allt sumar.  Fyrsta mótið verður á Garðavelli á Akranesi, næsta mót verður síðan á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Urriðavelli, Íslandsmótið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 14:15

Eimskipsmótaröðin 2014: Fyrsta mótið fer fram í Leirunni – Mótaskrá

Nú rétt í þessu lauk blaðamannafundi GSÍ, þar sem kynnt voru helstu verkefni Golfsumarsins 2014. Sem fyrr styrkir Eimskip mótaröð bestu kylfinga landsins og ber mótaröðin nafn 100 ára afmælisbarnsins, en „Óskabarn þjóðarinnar“ var stofnað fyrir 100 árum síðan, 17. janúar 1914. Mótaröð bestu kylfinga á Íslandi, Eimskipsmótaröðin hefst n.k. laugardag 24. maí á Hólmsvelli í Leiru. Öll mótin á Eimskipsmótaröðinni eru að lágmarki 54 holur á þessu fyrsta móti verða leiknar 36 holur á laugardegi og síðan 18 holur á sunnudegi. Góðs skráning er í þetta fyrsta mót ársins og flestir sterkustu kylfingar landsins eru með. Sem stendur eru 84 skráðir; 66 karl- og 18 kvenkylfingar. Í ár verða Lesa meira